Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Aðalfundur DÍS verður 14. maí 2025
Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands verður haldinn miðvikudaginn 14. maí kl 17-19 í húsnæði Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72.
Meirihluti hlynnt því að banna blóðmerahald
Könnun sem var framkvæmd fyrir Dýraverndarsamband Íslands sýnir að 51% Íslendinga eru hlynnt því að banna blóðmerahald, en 27% eru því andvíg.
Heimildarmynd sýnir blóðtökur 2024
Ný rannsókn þýsk/svissnesku dýraverndarsamtakanna AWF og TSB varpar skýru ljósi á illa meðferð hryssa í blóðmerahaldi. Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega þessa óverjandi meðferð. Stöðvum blóðmerahald í eitt skipti fyrir öll!
Stöðvum blóðmerahald: Ráðherra afhent áskorun
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tók í dag á móti 6.600 undirskriftum einstaklinga sem taka undir ákall Dýraverndarsambands Íslands að stöðva blóðmerahald í eitt skipti fyrir öll hér á landi.
Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af hávaða á sýningum með hross
Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af þeirri þróun sem er að eiga sér stað innan hestaíþróttarinnar varðandi sýningar á hrossum. Algengara er orðið að tónlistarfólk sé látið spila á meðan hross eru sýnd og áhorfendur hvattir til að taka undir með fagnaðarlátum. DÍS telur nauðsynlegt að brugðist verði við þessari þróun.
Ólafur Dýrmundsson gerður heiðursfélagi í Dýraverndarsambandi Íslands
Ólafur Dýrmundsson var gerður heiðursfélagi í Dýraverndarsambandi Íslands á 111 ára afmælishátíð sambandsins. Það er stjórn Dýraverndarsambandsins sönn ánægja og mikill heiður að þakka Ólafi með þessum hætti fyrir mikilsvert framlag sitt fyrir sambandið og fyrir velferð dýra í landinu.
Upptökur af 111 ára afmælishátíð
Dýraverndarsamband Íslands hélt 111 ára afmælishátíð í Salnum í Kópavogi 23. mars 2025. Búið er að birta upptökur af þeim fróðlegu erindum sem haldin voru.
Dýraverndarsamband Íslands: síungt félag
Það lét ekki mikið yfir sér, fundarboðið sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins 13. júlí 1914, en tilefnið var „Dýraverndunarfélags-stofnun“. Þörfin var mikil og hefur haldist svo alla tíð síðan sem endurspeglast í því að Dýraverndarsamband Íslands nær því bráðum að verða 111 ára.
Afmælishátíð Dýraverndarsambands Íslands
Í ár fagnar Dýraverndarsamband Íslands 111 ára afmæli sínu. Af því tilefni heldur DÍS afmælishátíð í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 23. mars 2025. Hlökkum til að hitta öll þau ótal mörgu sem brenna fyrir aukinni velferð dýra á Íslandi.
Nýtt merki Dýraverndarsambands Íslands
Dýraverndarsamband Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki. Merkið sýnir heimskautarefinn, eina landspendýrið sem kom sér til Íslands án aðstoðar mannfólks, og leggur áherslu á einstaka íslenska náttúru í sögu og samtíð.
Viðbragðsleysi sýnir mikilvægi þess að færa eftirlit með dýravelferð frá Matvælastofnun
Nýlegar fréttir af viðbragðsleysi Matvælastofnunar þegar tilkynnt var um folald í neyð eru nýjasta dæmið af fjölmörgum um mikilvægi þess að gera stórar kerfisbreytingar í þágu velferðar dýra. Í því ljósi hvetur Dýraverndarsamband Íslands til þess að Alþingi standi með velferð dýra og standi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að færa málaflokk dýravelferðar yfir í annað ráðuneyti.
Meirihluti óánægður með ákvörðun um nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu
51% landsmanna eru óánægðir með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra í starfsstjórn að veita nýtt leyfi til veiða á langreyðum samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Yfirlýsing DÍS vegna ákvörðunar starfandi matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar
Í dag veitti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn leyfi til veiða á langreyðum og hrefnum til næstu fimm ára. Dýrarverndarsamband Íslands hefur vegna þessa ákveðið að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem sambandið telur um hreina valdníðslu að ræða.
Yfirlýsing HRFÍ og DÍS vegna ákvörðunar Icelandair að hætta innflutningi gæludýra með farþegaflugi
DÍS og HRFÍ skora á Icelandair að endurskoða þá ákvörðun að hætta að flytja gæludýr með farþegaflugi frá og með 1. nóvember 2024 og tryggja áframhaldandi mannúðlegan og hagkvæman möguleika á innflutningi gæludýra.