Fundur DÍS með atvinnuvegaráðuneyti

F.v. Sigurborg Daðadóttir sérfræðingur, Katarina Tina Nikolic sérfræðingur, Ása Þórhildur Þórðardóttir skrifstofustjóri, Linda Karen Gunnarsdóttir formaður DÍS og Sigursteinn Másson stjórnarmaður í DÍS.

18. september 2025

DÍS átti fund í dag með fulltrúum atvinnuvegaráðuneytisins sem starfa á skrifstofu landgæða og dýraheilsu, en skrifstofan fer með málefni dýravelferðar hjá ráðuneytinu.

Heildarendurskoðun laga um velferð dýra

Heildarendurskoðun laga um velferð dýra mun fara fram hjá ráðuneytinu næstu misseri sem DÍS fagnar. Frumvarpið verður þó ekki lagt fram fyrr en á næsta löggjafarþingi sem vissulega eru ákveðin vonbrigði, en nauðsynlegt er að bæta löggjöfina sem fyrst svo velferð dýra verði betur varin hér á landi. DÍS mun koma til með hafa aðkomu að endurskoðun laganna sem málsvari dýra ásamt öðrum aðilum.

DÍS fjallaði einnig um nauðsyn þess að sett verði sérstök reglugerð um vernd hrossa sem notuð eru í ferðaþjónustu sem og reglugerð um velferð dýra í dýragörðum, ekki síst svokölluðum dýraklappgörðum. Vel var tekið í þessa tillögur og er ráðuneytið þegar með í skoðun að setja sérstaka reglugerð um dýragarða sem DÍS fagnar.

Brýnt að dýr verði skilgreind í lögum um almannavarnir

Heildarendurskoðun laga um almannavarnir nú í ferli hjá dómsmálaráðuneyti. Í núverandi lögum eru dýr ekki skilgreind sérstaklega og hafa ítrekað verið skilin eftir á hættusvæðum í náttúruvá. Brýnt er að dýr verði skilgreind í lögunum svo skýrt sé að þau hljóti vernd í náttúruvá sem er í samræmi við ákvæði dýravelferðarlaga um hjálparskyldu og að dýr eigi ekki að þjást (sjá umsögn DÍS). DÍS óskaði eftir að ráðuneytið myndi kalla eftir fyrrnefndum breytingum á lögum um almannavarnir og var vel tekið í þá tillögu.

Einnig fjallaði DÍS um mikilvægi Neyðarlínunnar og lögreglu að málefnum dýra í neyð og skoða yrði aðkomu þeirra, hvalveiðar og blóðmerahaldið, ásamt því að benda á að dýr skortir aðgang að réttlæti hér á landi og að brýnt sé að stjórnvöld bæti úr því.

Fulltrúar ráðuneytisins tóku vel í þær tillögur sem bárust og óskuðu sambandinu jafnframt til hamingju með nýlegt ársrit DÍS sem nú ber nafnið Dýraverndarinn.

Til baka

Next
Next

DÍS hvetur til minni neyslu á dýraafurðum vegna þauleldis dýra - ályktun aðalfundar 2025