Meirihluti vill banna blóðmerahald

22. desember 2025

Meirihluti Íslendinga eru hlynnt því að banna blóðmerahald. Þetta kemur fram í könnun Maskínu fyrir Samtök um dýravelferð og Dýraverndarsamband Íslands.

Fólk var spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að banna blóðmerahald. Reyndust 52% hlynnt banni, en 33% andvíg því.

Konur (59,5%) styðja frekar bann en karlar (45.3%) og stuðningur við bann er meiri á höfuðborgarsvæðinu (57%) en landsbyggðinni (45%). Stuðningur við bann reyndist mestur meðal 40-49 ára og yngra fólks og meðal kjósenda ríkisstjórnarflokkanna.

Þegar litið er til könnunar Prósents sem var unninn fyrir Dýraverndarsambandið í mars á þessu ári sést að stuðningur landsmanna við bann helst stöðugur. Sjá nánar hér.

Könnun Maskínu fór fram frá 13. til 18. nóvember 2025 og voru svarendur 967 talsins.

Hægt er að sjá ítarlegri niðurstöður með því að smella á myndina hér að neðan.

Next
Next

Loðdýrahald á Íslandi að leggjast af