Ályktanir og áskoranir
Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) sendir reglulega frá sér yfirlýsingar, ályktanir og áskoranir vegna dýravelferðarmála.
Öll helstu dýravelferðarsamtök sem eru leiðandi á alþjóðavísu hvetja til þess að fólk dragi úr eða hætti alfarið neyslu á dýraafurðum með það í huga að afleggja verksmiðjubúskap með dýr. DÍS tekur undir þá hvatningu og mun stíga það mikilvæga skref að hvetja almenning til að minnka eða hætta neyslu á dýraafurðum í því skyni að verksmiðjubúskapur leggist af hér á landi með fræðslu og málefnalegri umræðu.
DÍS skorar á nýja ríkisstjórn að stórbæta eftirlit með dýravelferð í landinu. Það er óeðlilegt að málefni dýravelferðar og dýraverndar heyri nú undir stofnun sem hefur það meginhlutverk að gæta að matvælaframleiðslu. Jafnframt er ríkisstjórnin hvött til að leyfisskylda allt búfjárhald og tryggja skilvirkari inngrip þegar velferð dýra er í húfi.
DÍS telur mikið skorta á aðgang að réttlæti fyrir hönd dýra á Íslandi. Það er mikilvægt að almenningur og félagasamtök hafi skýr úrræði til að leita réttlætis fyrir hönd dýra á Íslandi. DÍS skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu réttindaleysi við endurskoðun laga sem tengjast réttindum dýra og tryggja að samtök á sviði dýravelferðar hafi skýrar heimildir til að kalla eftir upplýsingum og kæra ákvarðanir sem snerta velferð dýra.
DÍS hefur skorað á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að vernda lundastofninn með aðgerðum fyrir sumarið. Telur sambandið að staða stofnsins kalli á að veiðar á lunda verði stöðvaðar í ár.
Ísland getur sýnt raunverulegan metnað og ábyrgð við verndun hafsins – ekki bara hér við Ísland, heldur líka á úthöfunum sem við deilum með heiminum öllum. Þetta er kjarninn í áskorun sem níu náttúru- og dýraverndarsamtök sendu ríkisstjórninni í aðdraganda hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla.
DÍS og SDÍ skora á atvinnuvegaráðherra að koma í veg fyrir að annað blóðtökutímabil hefjist. Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi, en nýtt myndefni sýnir hvernig dýralæknar Ísteka bregðast því hlutverki sínu að gæta velferðar hryssanna.
Dýraverndarsamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af þeirri þróun sem er að eiga sér stað innan hestaíþróttarinnar varðandi sýningar á hrossum. Algengara er orðið að tónlistarfólk sé látið spila á meðan hross eru sýnd og áhorfendur hvattir til að taka undir með fagnaðarlátum. DÍS telur nauðsynlegt að brugðist verði við þessari þróun.
Í dag veitti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn leyfi til veiða á langreyðum og hrefnum til næstu fimm ára. Dýrarverndarsamband Íslands hefur vegna þessa ákveðið að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem sambandið telur um hreina valdníðslu að ræða.
DÍS og HRFÍ skora á Icelandair að endurskoða þá ákvörðun að hætta að flytja gæludýr með farþegaflugi frá og með 1. nóvember 2024 og tryggja áframhaldandi mannúðlegan og hagkvæman möguleika á innflutningi gæludýra.
Dýraverndarsamband Íslands skorar á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að bíða með ákvörðun um hvalveiðar þar til niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um hvalveiðar liggur fyrir og að ný ríkisstjórn með meirihlutastuðningi Alþingis hefur tekið við að afloknum kosningum.
Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut.
DÍS harmar og lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar í sumar. Ráðherra kynnti ríkisstjórn ákvörðun sína í morgun að heimila veiðar á samtals 128 langreyðum og er leyfið veitt til eins árs. Ráðherra segist bundinn af lögum um hvalveiðar sem eru frá árinu 1949 og hendur hennar séu því bundnar.
Það er hlutverk Matvælastofnunar að sjá til þess að lögum um velferð dýra og tilheyrandi reglugerðum sé framfylgt. Á bæ í Þverárhlíð í Borgarbyggð hafa mörg ákvæði reglugerðar um velferð sauðfjár og geitfjár greinilega verið brotin í áraraðir og varðar það við refsiábyrgð skv. lögunum. Þrátt fyrir augljós brot eigenda dýranna hefur Matvælastofnun ekki varið velferð umræddra dýra.
Dýraverndarsamband Íslands hefur fengið staðfest að nú séu kindur og lömb innan girðingar bæði austan og vestan við Grindavík. Dýraverndarsamband Íslands óskar eftir að brugðist verði tafarlaust við í málinu og dýrunum forðað frá þjáningu.
Ástand dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð er grafalvarlegt. Sauðféð er í miklum vanhöldum og er það að hluta komið út fyrir girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við.
Samkvæmt áliti umboðsmanns hefur velferð dýra ekki nægilegt vægi til að hægt sé að rökstyðja frestun hvalveiða með nægilega skýrum hætti á grundvelli laga um hvalveiðar. Það stenst ekki nútímann ef lög eru ekki nógu skýr til að stjórnvöldum sé fært að grípa til viðeigandi ráðstafanna í þágu dýravelferðar.
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir vonbrigðum sínum með álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. Í tilviki Hvals hf var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð og því bar ráðherra að bregðast við.
Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.
Dýraverndarsambandið hvetur Grindvíkinga til að fara varlega í þeim hættulegu aðstæðum sem hafa skapast.
DÍS vill jafnframt minna á gæludýrin stór sem smá og þann búfénað sem er á svæðinu, þau þurfa líka vernd. DÍS áréttar að það þarf að flytja ÖLL dýr burt af svæðinu.
DÍS hvetur fjáreigendur á landinu eindregið til að fá dýralækna til geldinga á hrútum en framkvæma ekki slíkar aðgerðir sjálfir. Geldingar eiga aldrei, undir neinum kringumstæðum, að vera framkvæmdar af ófaglærðum aðilum né án deyfingar og verkjastillandi lyfja.
Stjórn DÍS harmar að hvalveiðar skuli hefjast að nýju. Stjórnin áréttar þá afstöðu sína að brýnt sé, út frá dýravelferðarsjónarmiðum, að hvalveiðum við Ísland ljúki alfarið á þessu ári. DÍS skorar á ráðherra og ríkisstjórn að sjá til þess að þetta verði allra síðasta árið þar sem hvalir þjást í viðskiptaskyni við Ísland.
DÍS hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer DÍS fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög.
Deyfing svína með koltvíoxíðgasi er ómannúðleg og grimm. Gasið er ertandi en það myndar sýru í öndunarvegi dýranna sem veldur þeim þjáningu og ótta. Dýraverndarsamband Íslands fer fram á að deyfing svína með koltvíoxíðgasi verði stöðvuð og bönnuð með lögum.
Stjórn DÍS fagnar þeirri ákvörðun matvælaráðherra að ákveða að stöðva veiðar á langreyðum til 31. ágúst nk. Sú ákvörðun er tekin í framhaldi af afdráttarlausri niðurstöðu fagráðs um dýravelferð sem birt var í gær. Niðurstaða ráðsins var að engin mannúðleg leið væri til að tryggja skjótan dauða langreyða við veiðar.
DÍS vekur athygli á þeirri skýru niðurstöðu Matvælastofnunar, á grundvelli gagna sem söfnuðust við eftirlit með hvalveiðum á síðasta ári, að óásættanlega hátt hlutfall þeirra veiddu hvala, sem eftirlitið náði til, þjáðust.
Þessi vetur hefur reynst villtum fuglum sérlega erfiður, en frosthörkur hafa verið óvenjulega miklar og langvarandi. DÍS vill hvetja öll sveitarfélög að koma villtum fuglum og öðrum dýrum sem nú eru í neyð vegna veðráttunnar til hjálpar með fóðurgjöf þar til hlýnar.
DÍS hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. DÍS krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra er tryggð.
Stjórn DÍS lýsir yfir eindregnum stuðningi við aukið eftirlit með hvalveiðum og ítrekar andstöðu sambandsins við slíkar veiðar. Um leið hvetur Dýraverndarsamband Íslands stjórnvöld til að gera þau gögn sem aflast með hinu nýja eftirliti opinber.