Nýjast frá Dýraverndarsambandi Íslands
Ný heimildarmynd um blóðmerahald26. mars 2023
Dýraverndarsamtökin Tierschutzbund Zurich (TSB) og The Animal Welfare Foundation (AWF) hafa birt nýja heimildarmynd um blóðmerahald hér á landi. Heimildarmyndin var tekin upp síðastliðið suma og ber yfirskriftina Iceland – The Hidden Blood Business. Lesa meira |
Vertu með í DÍS!Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er óháð félag dýravina, stofnað 13. júlí 1914.
Félagið er sameiginlegur vettvangur þeirra sem vilja stuðla að velferð dýra, villtra og taminna, búfjár og gæludýra. Með því að gerast félagi eflir þú starf DÍS í baráttunni fyrir bættri velferð dýra á Íslandi. |
Þarftu aðstoð vegna dýrs?
Ertu Dýraverndari?Dýraverndarar eru hópur hugsjónafólks sem með mánaðarlegu framlagi sínu eflir störf Dýraverndarsamband Íslands í þágu velferðar dýra í landinu.
Með mánaðarlegum stuðningi getum við gert svo miklu meira í þágu velferðar dýra! |
Saga Dýraverndarsambands Íslands
DÍS er aldargamalt félag dýravina og á það merka sögu. Barátta félagsins fyrir bættri velferð dýra í landinu hófst snemma á síðustu öld, en félagið var stofnað 1914. Árið eftir stóð félagið fyrir því að fyrstu lög um dýravernd voru sett á Alþingi, það opnaði skýli fyrir aðkomuhesta árið 1919 sem fljótt varð athvarf og fyrsti dýraspítali landsins.
|