NÝJAST FRÁ DÝRAVERNDARSAMBANDI ÍSLANDS (DÍS)
Yfirlýsing frá DÍS vegna ákvörðunar starfandi matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar5. desember 2024
DÍS mótmælir harðlega ótímabærri ákvörðun um hvalveiðar til næstu fimm ára. Það er óboðleg stjórnsýsla að umboðslítill ráðherra taki svo afdrifaríka ákvörðun rétt eftir Alþingiskosningar og bindi þar með hendur næstu ríkisstjórna. Þessari stjórnsýslu verður ekki lýst öðruvísi en sem hneykslanlegri. Lesa meira |
Vertu með í DÍS!Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er
óháð félag dýravina. DÍS er málsvari dýra. Félagar í DÍS taka afstöðu með dýrum og velferð þeirra. Með því að gerast félagi eflir þú starf DÍS í baráttunni fyrir bættri velferð dýra í landinu. |
Þarftu aðstoð vegna dýrs?
GERAST
|
DÝRAVERNDARI ÁRSINSDÍS veitir viðurkenninguna Dýraverndari ársins og er veitt fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra.
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er Dýraverndari ársins 2023 Arndís er fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta. Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir og stofnun deilda um allt land ásamt samstarfi við sveitarfélög um björgun villi- og vergangskatta með TNR aðferðinni (fanga-gelda-skila) er einstakt afrek. |
ÚTTEKT DÍS
|
Undirskriftarlisti - bann við blóðtöku úr fylfullum hryssum
Þýsku/svissnesku dýravelferðarsamtökin AWF/TSB standa fyrir undirskriftarlista um að banna blóðtöku úr fylfullum hryssum hér á landi.
Blóðtakan og meðferð hryssanna stríðir gegn velferð þeirra. Jafnframt er lyfjaefnið sem framleitt er úr hormóni úr blóðinu notað í frjósemislyf að auka frjósemi dýra í þauleldi. DÍS styður undirskiftarlistann heilshugar. |
Saga DýraverndarsambandsinsDýraverndarsambandið (Dýraverndunarfélag Íslands) á merka sögu. Barátta félagsins fyrir velferð dýra hófst snemma á síðustu öld, en félagið var stofnað árið 1914.
Árið 1915 stóð félagið fyrir því að fyrstu lög um dýravernd voru sett á Alþingi. Félagið opnaði Dýraverndunarstöðina í Tungu í Reykjavík árið 1918 sem var skýli fyrir aðkomuhesta. Stöðin varð fljótt að dýraathvarfi og vísir að fyrsta dýraspítala landsins. |
DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS | [email protected]