Eurogroup for Animals sendir erindi til fagráðs um velferð dýra

Eurogroup for Animals, í samstarfi við þýsku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation og Dýraverndarsamband Íslands, hefur sent erindi til fagráðs um velferð dýra og óskað eftir að ekki verði veitt nýtt leyfi fyrir blóðsöfnun úr fylfullum hryssum.

Þessi starfsemi er hvergi stunduð í Evrópu, nema á Íslandi. Úr blóði hryssanna er unnið hormón (PMSG) sem notað er til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr sem haldin eru í verksmiðjubúskap, aðallega svín. Magn og tíðni blóðtöku, ásamt meðferðinni á hryssunum í blóðtökunni stríðir gegn velferð þeirra.

Hryssurnar eru bundnar niður á blóðtökubás þar sem þær komast ekki undan og því fylgir mikil streita og ótti. Það er aldrei mögulegt að tryggja heilsu og velferð dýra í þessari starfsemi. Leyfi líftæknifyrirtæksins Ísteka rennur út í byrjun október og þarf fyrirtækið því að sækja um nýtt leyfi fyrir starfseminni.

Í erindinu er jafnframt bent á að notkun dýra til lyfjaframleiðslu, eins og á við í blóðmerahaldinu, fellur undir tilskipun ESB 2010/63 um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni (samsvarandi íslensk reglugerð nr. 460/2017) sem byggist á meginreglunni um staðgöngu, fækkun og mildun.

Samkvæmt þessu verða dýratilraunir, þegar mögulegt er, að vera skipt út fyrir aðrar aðferðir þar sem ekki eru notuð lifandi dýr. Ljóst er að til eru aðrar árangursríkar leiðir en notkun PMSG hormónsins, sem unnið er úr blóði íslenskra hryssa, við að koma af stað og samstilla gangmál hjá búfé.

Hér má lesa erindi EfA, AWF og DÍS til fagráðs um velferð dýra:

OPEN LETTER: Stop the authorisation of Icelandic blood farms

OPIÐ BRÉF: Stöðvið blóðmerahald á Íslandi

Til baka

Previous
Previous

Fundur DÍS með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Next
Next

Fundur DÍS með atvinnuvegaráðuneyti