Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands

Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Alþjóðadagur dýranna

Alþjóðadagur dýranna er haldinn árlega þann 4. október þar sem velferð og réttindum dýra er fagnað. Dagurinn hefur einnig verið kallaður alþjóðadagur dýravelferðar þar sem vakin athygli á þörfinni fyrir áframhaldandi baráttu fyrir réttindum dýra um allan heim.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Fundur DÍS með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

DÍS átti fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að ræða málefni villtra dýra. DÍS fjallaði um málefni hvala, sela, hreindýra, refa og villtra fugla og hvatti til þess að skilgreind hafverndarsvæði Íslands verði firðir og flóar um landið. Ráðherra benti á að villidýralögin verði skoðuð hjá ráðuneytinu næstu misseri sem DÍS fagnar.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Eurogroup for Animals sendir erindi til fagráðs um velferð dýra

Eurogroup for Animals, í samstarfi við þýsku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation og Dýraverndarsamband Íslands, hefur sent erindi til fagráðs um velferð dýra þar sem eindregið er óskað eftir að ekki verði veitt nýtt leyfi fyrir blóðsöfnun úr fylfullum hryssum.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Fundur DÍS með atvinnuvegaráðuneyti

DÍS átti fund með fulltrúum atvinnuvegaráðuneytisins sem starfa á skrifstofu landgæða og dýraheilsu sem fer með málefni dýravelferðar. Á fundinum fjallaði DÍS m.a. um nauðsyn þess að dýr verði sérstaklega skilgreind í lögum um almannavarnir, aðkomu neyðarlínu varðandi tilkynningar um dýr í neyð, hvalveiðar og blóðmerahaldið.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

DÍS hvetur til minni neyslu á dýraafurðum vegna þauleldis dýra - ályktun aðalfundar 2025

Öll helstu dýravelferðarsamtök sem eru leiðandi á alþjóðavísu hvetja til þess að fólk dragi úr eða hætti alfarið neyslu á dýraafurðum með það í huga að afleggja verksmiðjubúskap með dýr. DÍS tekur undir þá hvatningu og mun stíga það mikilvæga skref að hvetja almenning til að minnka eða hætta neyslu á dýraafurðum í því skyni að verksmiðjubúskapur leggist af hér á landi með fræðslu og málefnalegri umræðu.

Read More
Alyktun Andrés Ingi Jónsson Alyktun Andrés Ingi Jónsson

Bæta þarf eftirlit með velferð dýra - ályktun aðalfundar DÍS 2025

DÍS skorar á nýja ríkisstjórn að stórbæta eftirlit með dýravelferð í landinu. Það er óeðlilegt að málefni dýravelferðar og dýraverndar heyri nú undir stofnun sem hefur það meginhlutverk að gæta að matvælaframleiðslu. Jafnframt er ríkisstjórnin hvött til að leyfisskylda allt búfjárhald og tryggja skilvirkari inngrip þegar velferð dýra er í húfi.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Dýr skortir aðgang að réttlætinu - ályktun aðalfundar DÍS 2025

DÍS telur mikið skorta á aðgang að réttlæti fyrir hönd dýra á Íslandi. Það er mikilvægt að almenningur og félagasamtök hafi skýr úrræði til að leita réttlætis fyrir hönd dýra á Íslandi. DÍS skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu réttindaleysi við endurskoðun laga sem tengjast réttindum dýra og tryggja að samtök á sviði dýravelferðar hafi skýrar heimildir til að kalla eftir upplýsingum og kæra ákvarðanir sem snerta velferð dýra.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Ingunnar Einarsdóttur frumkvöðuls í dýravernd minnst

Í gær var Ingunnar Einarsdóttur, frumkvöðuls í dýravernd minnst í Hólavallagarði, en 175 ár voru komin frá fæðingu hennar. DÍS setti upp upplýsingaskilti við leiði hennar að þessu tilefni í samstarfi við Kvennaár og Kirkjugarða Reykjavíkur. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flutti ávarp við athöfnina.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Framkvæmdastjóri lætur af störfum

Andrés Ingi Jónsson framkvæmdastjóri DÍS hefur látið af störfum hjá félaginu. Stjórn DÍS þakkar Andrési Inga fyrir frábær störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar.

Read More
Alyktun Andrés Ingi Jónsson Alyktun Andrés Ingi Jónsson

Sýnum metnað fyrir hafið - áskorun frá níu samtökum

Ísland getur sýnt raunverulegan metnað og ábyrgð við verndun hafsins – ekki bara hér við Ísland, heldur líka á úthöfunum sem við deilum með heiminum öllum. Þetta er kjarninn í áskorun sem níu náttúru- og dýraverndarsamtök sendu ríkisstjórninni í aðdraganda hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Read More
Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Ill meðferð á hryssum í blóðmerahaldi kærð til lögreglu

DÍS ásamt AWF og TSB hefur kært til lögreglu þá illu meðferð sem sést á upptökum sem náðust af blóðmerahaldi í september 2024. Með þessu vilja samtökin reyna til þrautar að ná fram réttlæti fyrir hryssur sem eru beittar kerfisbundnu ofbeldi, eftir að Matvælastofnun ákvað að vísa málinu ekki áfram til lögreglu.

Read More
Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Dýraverndarinn – ársrit Dýraverndarsambands Íslands 2024-2025

Á aðalfundi Dýraverndarsambands Íslands var venju samkvæmt kynnt skýrsla stjórnar og hefur skýrslan verið gefin út sem rafrænt rit undanfarin tvö ár. Stjórn hefur ákveðið að endurvekja gamalt og gott nafn og mun ársrit DÍS eftirleiðis bera heitið Dýraverndarinn - ársrit Dýraverndarsambands Íslands.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Viðurkenning fyrir hetjulega framgöngu í þágu dýra í neyð 

Vilborg Pála Kristjánsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á aðalfundi DÍS fyrir hetjulega framgöngu í þágu dýra í neyð. Vilborg tilkynnti í febrúar illa meðferð á folaldi til lögreglu þar sem verið var að herða að öndunarvegi þess til að koma á það múl. Framtak Vilborgar er dæmi um hversu ómetanlegt það er þegar fólk stígur fram til varnar dýrum.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Dýraverndari ársins 2024

Á nýliðnum aðalfundi DÍS var veitt viðurkenningin Dýraverndari ársins fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra. Dýraverndari ársins 2024 er Dýrfinna dýraverndarsamtök. Dýrfinna hefur unnið ómetanlegt starf undanfarin ár við að koma týndum gæludýrum aftur til eigenda sinna og hefur starf samtakanna reynst mikilvægt framfaraskref í þágu gæludýra sem týnast. 

Read More
Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Framboð til stjórnar og lagabreytingar á aðalfundi 2025

Nú styttist í aðalfund DÍS sem verður haldinn 14. maí kl. 17-19 í húsnæði Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72. Eftirfarandi eru upplýsingar um þau framboð til stjórnar og þær lagabreytingartillögur sem bárust.

Read More