Á nýliðnum aðalfundi DÍS var veitt viðurkenning DÍS, Dýraverndari ársins. Viðurkenningin er veitt fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra. Dýraverndari ársins 2022 er Steinunn Árnadóttir. Steinunni hlotnast nafnbótin Dýraverndari ársins 2022 fyrir einstakt hugrekki, seiglu og áræðni í dýravelferðarmálum síðasta árið. Með ötulu starfi sínu og hugrekki vakti Steinunn athygli á vanrækslu dýra í Borgarbyggð sl. haust og í vor og einnig á Vestfjörðum. Hugrekki og áræðni Steinunnar í þeim málum sem hún hefur komið að er einstakt. Seiglan, fylgja málunum eftir og hætta ekki fyrr en dýrum er komið í öruggt skjól, hún er eftirtektarverð. Steinunn birti myndir af hrossum í miklum vanhöldum í Borgarbyggð síðasta sumar. Áður hafði hún reynt í marga mánuði að ná eyrum eftirlitsaðila, Matvælastofnunar (MAST), um ástand dýranna eða frá því snemma sl. vor. Í margar vikur reyndi hún, án árangurs, að fá hrossin sett út á haga til bötunar og bættrar velferðar. Hugrekki Steinunnar að bjarga dýrum í sárri neyð hefur haft smitandi áhrif á almenning „að líta ekki undan þegar vart verður við illa meðferð dýra“. Í málinu í Borgarbyggð í haust var athygli vakin á því hvernig yfirvöld, MAST, lögreglan og matvælaráðuneytið ná ekki utan um málefni er varða dýravelferð. Svo slæleg voru vinnubrögð yfirvalda í málinu að Ríkisendurskoðun ákvað sl. haust að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti MAST með velferð dýra. Stjórn DÍS óskar Steinunni innilega til hamingju með viðurkenninguna, hún er sannarlega vel að henni komin! Stjórn DÍS átti fund með Matvælastofnun (MAST) mánudaginn 22. maí vegna tveggja dýravelferðarmála sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu og skorts á viðbrögðum frá stofnuninni, sérstaklega hvað varðar að forða dýrum sem eru í neyð. Hér er verið að vísa í slæman aðbúnað sauðfjár á Höfða í Þverárhlíð og slæman aðbúnað hrossa í Arnarfirði. Áhersla var lögð á tafarlausar úrbætur og breytt verklag í eftirliti með velferð dýra. Á fundinum lýsti MAST yfir áhuga á að vinna að gerð fræðsluefnis í samvinnu við DÍS. Áætlaður er fundur í haust vegna þess. Í byrjun júní er áformaður annar fundur með stofnuninni um búfjáreftirlitið og áður framkomnar tillögur DÍS um uppstokkun á dýraeftirlitinu byggðar á ítarlegri úttekt DÍS. Því verður svo fylgt frekar eftir við Matvælaráðuneytið. Þann 19. maí sl. rann út frestur fyrir fullgilda félaga í DÍS að bjóða sig fram til stjórnarsetu í félaginu. Þau sæti sem kosið skal um á komandi aðalfundi þann 25.05 eru sæti formanns og tveggja meðstjórnenda, til tveggja ára. Eftirfarandi framboð bárust til stjórnarsetu í DÍS. Sitjandi stjórnarmenn gáfu á kost á sér að sitja áfram. Framboð í sæti formanns til tveggja ára Linda Karen Gunnarsdóttir Framboð í sæti meðstjórnanda til tveggja ára Anna Berg Samúelsdóttir Framboð í sæti meðstjórnanda til tveggja ára Liselotte Widing Þann 19. maí rann einnig út frestur fyrir fullgilda félaga að senda inn lagabreytingartillögur. Eftirfarandi lagabreytingartillögur bárust frá stjórn DÍS - sjá hér. Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn fimmtudaginn 25.05 kl 17 og hafa áhrif á störf DÍS. Stjórn DÍS Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) verður haldinn fimmtudaginn 25. maí kl 17-19:00 í húsnæði félagsins að Grensásvegi 8 (gengið inn að aftan og farið upp á 4 hæð m. lyftu), 108 Reykjavík. Húsið opnar 16:30. Ágúst Ólafur Ágústsson lög- og hagfræðingur mun kynna niðurstöður úttektarinnar sem hann vann fyrir DÍS og flutti á málþingi félagsins í mars, Bætt dýravelferð - staða og tillögur til úrbóta. Dýraverndari ársins Á aðalfundinum verður veitt viðurkenning DÍS, Dýraverndari ársins. Viðurkenningin er veitt fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra. Dýraverndari ársins er Steinunn Árnadóttir sem með ötulu starfi sínu og hugrekki vakti athygli á vanrækslu dýra í Borgarbyggð sl. haust og nú nýverið á Vestfjörðum. Dagskrá aðalfundar DÍS 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Ársskýrsla stjórnar 3. Bætt dýravelferð - Ágúst Ólafur Ágústsson 4. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar 5. Lagabreytingatillögur 6. Kaffihlé 7. Nýtt merki DÍS til samþykktar 8. Dýraverndari ársins 2022 9. Kjör formanns 10. Kjör annarra stjórnarmanna 11. Kjör skoðunarmanns reikninga úr hópi annarra en stjórnarmanna 12. Félagsgjöld og nýir félagar til samþykktar 13. Önnur mál Framboð til stjórnar Í stjórn DÍS sitja sex manns. Á aðalfundi 2023 verður kosið um formann til tveggja ára og tvo meðstjórnendur til tveggja ára. Samkvæmt lögum félagsins geta aðeins fullgildir félagar sótt aðalfund og gefið kost á sér til stjórnar, þ.e. hafa verið orðnir félagar í DÍS fyrir síðasta aðalfund árið 2022. Þeir félagar sem hafa ekki greitt félagsgjald fyrir árið 2022 verða að greiða fyrir aðalfund til að geta setið fundinn og verið kjörgengir. Framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 19. maí á netfang félagsins dyravernd@dyravernd.is og verður kynnt á heimasíðu DÍS laugardaginn 20. maí. Framboðstilkynningu þarf að fylgja kynningartexti, 100-200 orð ásamt upplýsingum um til hvaða stjórnarsætis er boðið fram. Stjórn mun leggja fram lagabreytingartillögur, þær má kynna sér hér . Við hvetjum félaga til að mæta og hafa áhrif á störf DÍS. Stjórn DÍS |