Loðdýrahald á Íslandi að leggjast af
4. desember 2025
Loðdýrahald er að leggjast af á Íslandi þar sem fjárhagslegur grundvöllur þess er brostinn. 5 minkabú af 6 eru að hætta og verður eina minkabú landsins í Helgadal í Mosfellssveit. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.
Stór áfangasigur í þágu loðdýra
DÍS fagnar því að þessi hörmulegi iðnaður er að leggjast af hér á landi, en meðferð á dýrum í loðdýrahaldi samræmist ekki lögum um velferð dýra.
Minkarnir eru haldnir í litlum vírbúrum með ekkert að gera allt sitt líf og eru síðan aflífaðir á grimmilegan hátt með kolmonoxíð gasi þar sem það getur tekið mínutur fyrir dýrin að deyja. Um er að ræða gróft dýraníð sem á ekki að viðgangast.
24 lönd Evrópu hafa bannað loðdýrahald
Fyrir ötult og óþreytandi starf dýravelferðarsamtaka víða um heim hefur aðbúnaður og meðferð dýra í loðdýrahaldi verið dreginn fram í dagsljósið undanfarna áratugi. Nú hafa 24 lönd Evrópu bannað loðdýrahald vegna dýravelferðarsjónarmiða, nú síðast Pólland sem hefur verið leiðandi í framleiðslu loðdýraskinna í Evrópu.
Ísland á einnig að taka það mikilvæga skref að banna loðdýrahald með lögum.
Til baka

