STARFSÁRIÐ Í MÁLI OG MYNDUM

Dýraverndarinn - ársrit

Stjórn DÍS gefur út ársskýrslu á vorin þar sem fjallað er um verkefni stjórnar á liðnu starfsári.

Ákveðið var að endurvekja gamalt og gott nafn og mun ársrit DÍS eftirleiðis bera heitið Dýraverndarinn - ársrit Dýraverndarsambands Íslands. 

Heitið
Dýraverndarinn er samofið sögu DÍS. Ingunn Einarsdóttir, ein af stofnendum DÍS, lagði til að félagið myndi gefa út blað árið 1915. Blaðið var gefið út óslitið til ársins 1983 og var vinsælt á meðal landsmanna. Dýraverndarinn var málgagn félagsins og tilgangur þess að fræða almenning um dýravelferð og auka samkennd með dýrum.

Í Dýraverndaranum 2024-2025 er farið yfir það helsta sem gerst hefur á viðburðarríku ári.

Eldri ársskýrslur