Yfirlýsing dýraverndarfélaga vegna dýra í Grindavík

12. nóvember 2023

Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi.

Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.

Sjálfboðaliðar eru nú tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.

Dýraverndarfélögin óska eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík.

Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.

Virðingarfyllst,
Dýrfinna
Dýrahjálp Íslands
Dýraverndarsamband Íslands
Kattholt
Villikanínur
Villikettir

Til baka

Previous
Previous

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár styður framkomið álit DÍS

Next
Next

Hvatning DÍS til dýraeigenda í Grindavík vegna hættuástands