Ályktun aðalfundar 2024 - DÍS skorar á stjórnvöld að endurskoða eftirlit með velferð dýra

10. júní 2024

Dýraverndarsamband Íslands skorar á stjórnvöld að endurskoða eftirlit með velferð dýra.

Neðangreind ályktun var samþykkt á aðalfundi Dýraverndarsambands Íslands þann 16. maí 2024:
 
Það er hlutverk Matvælastofnunar að sjá til þess að lögum um velferð dýra og tilheyrandi reglugerðum sé framfylgt. Á bæ í Þverárhlíð í Borgarbyggð hafa mörg ákvæði reglugerðar um velferð sauðfjár og geitfjár greinilega verið brotin í áraraðir og varðar það við refsiábyrgð skv. lögunum. Þrátt fyrir augljós brot eigenda dýranna hefur Matvælastofnun ekki varið velferð umræddra dýra.
 
Það er óviðunandi að Dýraverndarsamband Íslands standi ítrekað í deilum við þá stofnun sem lögum samkvæmt hefur eftirlit með dýravelferð um hvort velferð dýra í ákveðnum málum sé uppfyllt eða ekki, þegar ljóst er að svo er ekki.
 
Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða og breyta því fyrirkomulagi sem ríkir um eftirlit með velferð dýra án tafar og að þau sjái til þess að opinberar stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum gagnvart dýrum.

Til baka

Previous
Previous

Yfirlýsing frá Dýraverndarsambandi Íslands vegna ákvörðunar matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar

Next
Next

ÁKALL Dýraverndarsambandsins til Almannavarna að bjarga dýrum í neyð!