Hvatning DÍS til dýraeigenda í Grindavík vegna hættuástands

10. nóvember 2023

Dýraverndarsambandið (DÍS) hvetur Grindvíkinga til að fara varlega í þeim hættulegu aðstæðum sem hafa skapast.

​DÍS vill jafnframt minna á gæludýrin stór sem smá og þann búfénað sem er á svæðinu, þau þurfa líka vernd.

Fjöldahjálparstöðvar ættu einnig að taka á móti dýrum og einstaklingar hafa boðið fram aðstoð varðandi að hýsa dýr tímabundið, sjá nánar undir Hundasamfélagið á Facebook.

DÍS áréttar að það þarf að flytja ÖLL dýr burt af svæðinu.

Stjórn DÍS

Til baka

Previous
Previous

Yfirlýsing dýraverndarfélaga vegna dýra í Grindavík

Next
Next

Hvatning DÍS til fjáreigenda varðandi geldingar á hrútum