ÁKALL Dýraverndarsambandsins til Almannavarna að bjarga dýrum í neyð!

29. maí 2024

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur fengið staðfest að nú séu kindur og lömb innan girðingar bæði austan og vestan við Grindavík. Eins og áður hefur komið fram forgangsraða Almannavarnir skepnur út frá verðmætum - og samkvæmt því eru þau ekki metin sem skyni gæddar verur.

Féð er innilokað og bjargarlaust, í sjálfheldu í Grindavík. Þeim er mikil hætta búin sökum gasmengunar og hraunflæðis (komi til þess inn í Grindavík). Einnig er það alvarlegt að féð sé á svæðinu bjargarlaust ef eina opna leiðin að Grindavík, Suðurstrandarvegur, lokast.

Dýr eru skyni gæddar verur með tilfinningar og sál, þau eru ekki hlutir og því er það ákall DÍS að þessum dýrum verði komið til bjargar. Bent skal á að skv. lögum um velferð dýra er hverjum þeim er vart verður við dýr í neyð skylt að koma þeim til bjargar.

Dýraverndarsamband Íslands óskar eftir að brugðist verði tafarlaust við í málinu og dýrunum forðað frá þjáningu.

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands

Til baka

Previous
Previous

Ályktun aðalfundar 2024 - DÍS skorar á stjórnvöld að endurskoða eftirlit með velferð dýra

Next
Next

Stjórn DÍS 2024-2025