Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands

Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Stjórn DÍS 2024-2025

Á nýliðnum aðalfundi DÍS þann 16. maí síðastliðinn var kjörin ný stjórn. Kosið er um þrjú embætti á á hverjum aðalfundi skv. lögum sambandsins. Að þessu sinni var kosið um fjögur embætti þar sem Liselotte Widing sagði sig frá stjórnarstörfum. Eitt framboð barst í hvert embætti.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Dýraverndari ársins 2023

Á nýliðnum aðalfundi DÍS var veitt viðurkenningin Dýraverndari ársins fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra. Dýraverndari ársins 2023 er Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Framboð til stjórnar DÍS

Þann 9. maí sl. rann út frestur fyrir fullgilda félaga í DÍS að bjóða sig fram til stjórnarsetu í sambandinu. Þau sæti sem kosið skal um á komandi aðalfundi þann 16. maí eru sæti ritara, gjaldkera og meðstjórnanda til tveggja ára og sæti meðstjórnanda til eins árs. Eitt framboð barst í hvert sæti.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

ÁKALL Dýraverndarsambands Íslands til yfirvalda að bjarga dýrum í sárri neyð!

Ástand dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð er grafalvarlegt. Sauðféð er í miklum vanhöldum og er það að hluta komið út fyrir girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Aðalfundur DÍS 2024

Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl 17:00-19:00 í húsnæði Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík. Húsið opnar 16:30.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Áframhaldandi vanhöld sauðfjár á Höfða í Þverárhlíð

Stjórn DÍS hefur sent erindi til Matvælastofnunar vegna alvarlegs ástands sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð sem og erindi til sveitarfélagsins Borgarbyggðar sem hefur þær skyldur að smala ágangsfé. Ill meðferð dýra á þessum stað ítrekað komið á borð Matvælastofnunar, án þess að staða eða aðbúnaður dýranna breytist sjáanlega til hins betra.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Undirskriftalisti - Ekkert dýr á að þjást

DÍS hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun til að skora á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra. Nauðsynlegt er að endurskoða lög og reglugerðir er varða velferð dýra sem fyrst og að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum gagnvart dýrum.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Yfirlýsing: Við stöndum með velferð dýra

Samkvæmt áliti umboðsmanns hefur velferð dýra ekki nægilegt vægi til að hægt sé að rökstyðja frestun hvalveiða með nægilega skýrum hætti á grundvelli laga um hvalveiðar. Það stenst ekki nútímann ef lög eru ekki nógu skýr til að stjórnvöldum sé fært að grípa til viðeigandi ráðstafanna í þágu dýravelferðar.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Sauðfé í sjálfheldu í Grindavík

Dýraverndarsambandið hefur fengið staðfest að um 30 kindur séu innilokaðar í fjárhúsi í Grindavík. DÍS beinir því til almannavarna sem annarra ábyrgra aðila í þeim aðgerðum sem nú eru í Grindavík að reyna, ef þess gerist nokkur kostur, að koma þessum skepnum til bjargar.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Yfirlýsing DÍS vegna álits umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir vonbrigðum sínum með álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að skort hafi lagaheimild til að fresta veiðitímabili á langreyðum sumarið 2023. Í tilviki Hvals hf var búið að sýna fram á veiðarnar væru ekki í samræmi við lög um dýravelferð og því bar ráðherra að bregðast við.   

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit MAST með velferð búfjár styður framkomið álit DÍS

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu um eftirlit MAST með velferð búfjár. Niðurstaða skýrslunnar er í grundvallaratriðum í takti við þá úttekt sem DÍS lét vinna veturinn 2022-2023 og kynnt var í mars sl. Fram kemur í skýrslu DÍS að gefnir séu ítrekaðir frestir til betrumbóta og dýrin því látin þjást sem er andstætt lögum um velferð dýra.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Yfirlýsing dýraverndarfélaga vegna dýra í Grindavík

Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Hvatning DÍS til dýraeigenda í Grindavík vegna hættuástands

Dýraverndarsambandið hvetur Grindvíkinga til að fara varlega í þeim hættulegu aðstæðum sem hafa skapast.
​DÍS vill jafnframt minna á gæludýrin stór sem smá og þann búfénað sem er á svæðinu, þau þurfa líka vernd. DÍS áréttar að það þarf að flytja ÖLL dýr burt af svæðinu.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Hvatning DÍS til fjáreigenda varðandi geldingar á hrútum

DÍS hvetur fjáreigendur á landinu eindregið til að fá dýralækna til geldinga á hrútum en framkvæma ekki slíkar aðgerðir sjálfir. Geldingar eiga aldrei, undir neinum kringumstæðum, að vera framkvæmdar af ófaglærðum aðilum né án deyfingar og verkjastillandi lyfja.

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Umsögn DÍS um frumvarp til laga vegna banns við hvalveiðum

DÍS lýsir sig eindregið hlynnt markmiðum frumvarpsins um að banna hvalveiðar við Ísland. Frá því að greinargerð frumvarpsins var rituð hefur það komið í ljós að enginn marktækur tölfræðilegur munur er á þeim fjölda langreyða sem drepnar voru á kvalarfullan hátt á veiðivertíðinni í september á þessu ári miðað við vertíðina sumarið 2022. 

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Vanhöld hrossa á bænum Laugabóli í Arnarfirði

Stjórn DÍS hefur sent neðangreint bréf til Matvælastofnunar (MAST) vegna áframhaldandi alvarlegs ástands og slæms aðbúnaðar hrossa á bænum Laugabóli í Arnarfirði.  DÍS fer fram á tafarlausar aðgerðir til handa hrossunum á bænum Laugabóli og að velferð þeirra sé varin.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Ályktun Dýraverndarsambands Íslands vegna hvalveiða

Stjórn DÍS harmar að hvalveiðar skuli hefjast að nýju. Stjórnin áréttar þá afstöðu sína að brýnt sé, út frá dýravelferðarsjónarmiðum, að hvalveiðum við Ísland ljúki alfarið á þessu ári. DÍS skorar á ráðherra og ríkisstjórn að sjá til þess að þetta verði allra síðasta árið þar sem hvalir þjást í viðskiptaskyni við Ísland.

Read More