Á nýliðnum aðalfundi Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) þann 16. maí síðastliðinn var kjörin ný stjórn. Kosið er um þrjú embætti á á hverjum aðalfundi skv. lögum sambandsins. Að þessu sinni var kosið um fjögur embætti þar sem Liselotte Widing sagði sig frá stjórnarstörfum. Eitt framboð barst í hvert embætti. Í stjórn DÍS sitja árið 2024-2025 Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Anna Berg Samúelsdóttir meðstjórnandi Sigursteinn R. Másson hlaut endurkjör sem meðstjórnandi til eins árs. Nýir stjórnarmenn í DÍS eru Ágúst Ólafur Ágústsson ritari, María Lilja Tryggvadóttir gjaldkeri og Þóra Hlín Friðriksdóttir meðstjórnandi. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin. Fráfarandi stjórnarmenn eru Hrefna Sigurjónsdóttir í embætti ritara, Marietta Maissen í embætti gjaldkera og Liselotte Widing í embætti meðstjórnanda. Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt góða starf í þágu sambandsins og velferðar dýra. Hér má finna nánari upplýsingar um stjórn DÍS. Comments are closed.
|