Sauðfé í sjálfheldu í Grindavík
14. janúar 2024
Dýraverndarsambandið hefur fengið staðfest að um 30 kindur séu innilokaðar í fjárhúsi í Grindavík nærri götunni Bakkalág. Einnig er sauðfé innilokað í fjárhúsi við Sjávarbraut og í fjárhúsum í Þórkötlustaðahverfi og hugsanlega víðar. Ekki er hægt að sækja dýrin við þær aðstæður sem nú eru í Grindavík. Engu að síður er nauðsynlegt að dýrunum sé hleypt út strax svo þau geti forðað sér úr þeim hættulegu aðstæðum sem nú eru á svæðinu.
DÍS beinir því til almannavarna sem annarra ábyrgra aðila í þeim aðgerðum sem nú eru í Grindavík að reyna, ef þess gerist nokkur kostur, að koma þessum skepnum til bjargar.
Stjórn Dýraverndarsambands Íslands
Til baka