Aðalfundur DÍS 2024

2. maí 2024

Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl 17:00-19:00 í húsnæði Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík. Húsið opnar 16:30.

Dýraverndari ársins

Á aðalfundinum verður veitt viðurkenning DÍS, Dýraverndari ársins.Viðurkenningin er veitt fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra.

Dýraverndari ársins er Arndís Björg Sigurgeirsdóttir. Arndís er einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta og er fráfarandi formaður félagsins. Hún hefur unnið ötult og ómetanlegt starf í þágu velferðar villikatta undanfarin tíu ár. 

Dagskrá aðalfundar DÍS

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

  2. Ársskýrsla stjórnar.

  3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar.

  4. Dýraverndari ársins 2023.

  5. Kjör ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.

  6. Kjör skoðunarmanns reikninga úr hópi annarra en stjórnarmanna.

  7. Félagsgjöld og nýir félagar til samþykktar.

  8. Önnur mál.

  9. Aðalfundi slitið og boðið upp á léttar veitingar frá Kastalakaffi.

Framboð til stjórnar

Í stjórn DÍS sitja sex manns. Á aðalfundi 2024 verður kosið um ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, til tveggja ára og meðstjórnanda til eins árs. Samkvæmt lögum sambandsins geta aðeins fullgildir félagar sótt aðalfund og gefið kost á sér til stjórnar, þ.e. hafa verið orðnir félagar í DÍS fyrir síðasta aðalfund árið 2023.

Félagar sem hafa ekki greitt félagsgjald fyrir árið 2024 verða að greiða fyrir aðalfund til að geta setið fundinn og verið kjörgengir. Þeir félagar sem eru Dýraverndarar greiða ekki árlegt félagsgjald, félagsgjaldið telst innifalið.

Framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 9. maí á netfangið dyravernd@dyravernd.is og verður kynnt á heimasíðu DÍS laugardaginn 11. maí.

Framboðstilkynningu þarf að fylgja kynningartexti, 100-200 orð ásamt upplýsingum um til hvaða stjórnarsætis er boðið fram.

Við hvetjum félaga til að mæta og hafa áhrif á störf DÍS.

Stjórn DÍS

Til baka

Previous
Previous

ÁKALL Dýraverndarsambands Íslands til yfirvalda að bjarga dýrum í sárri neyð!

Next
Next

Áframhaldandi vanhöld sauðfjár á Höfða í Þverárhlíð