Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Áskorun stjórnar Dýraverndarsambands Íslands til forsætisráðherra
Dýraverndarsamband Íslands skorar á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að bíða með ákvörðun um hvalveiðar þar til niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um hvalveiðar liggur fyrir og að ný ríkisstjórn með meirihlutastuðningi Alþingis hefur tekið við að afloknum kosningum.
Hvatning DÍS til mótshaldara Landsmóts hestamanna
Dýraverndarsamband Íslands hvetur Landssamband hestamannafélaga að búa hrossum hestvænni aðstæður í sýningum og keppni með því að hávaða sé stillt í hóf á meðan hestar eru í braut.
Ársskýrsla stjórnar Dýraverndarsambandsins
Ársskýrsla Dýraverndarsambandsins er komin út. Fjallað er um verkefni stjórnar sambandsins á liðnu starfsári 2023-2024, ályktun aðalfundar og Dýraverndara ársins 2023
Yfirlýsing frá Dýraverndarsambandi Íslands vegna ákvörðunar matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar
DÍS harmar og lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar í sumar. Ráðherra kynnti ríkisstjórn ákvörðun sína í morgun að heimila veiðar á samtals 128 langreyðum og er leyfið veitt til eins árs. Ráðherra segist bundinn af lögum um hvalveiðar sem eru frá árinu 1949 og hendur hennar séu því bundnar.
Ályktun aðalfundar 2024 - DÍS skorar á stjórnvöld að endurskoða eftirlit með velferð dýra
Það er hlutverk Matvælastofnunar að sjá til þess að lögum um velferð dýra og tilheyrandi reglugerðum sé framfylgt. Á bæ í Þverárhlíð í Borgarbyggð hafa mörg ákvæði reglugerðar um velferð sauðfjár og geitfjár greinilega verið brotin í áraraðir og varðar það við refsiábyrgð skv. lögunum. Þrátt fyrir augljós brot eigenda dýranna hefur Matvælastofnun ekki varið velferð umræddra dýra.
ÁKALL Dýraverndarsambandsins til Almannavarna að bjarga dýrum í neyð!
Dýraverndarsamband Íslands hefur fengið staðfest að nú séu kindur og lömb innan girðingar bæði austan og vestan við Grindavík. Dýraverndarsamband Íslands óskar eftir að brugðist verði tafarlaust við í málinu og dýrunum forðað frá þjáningu.
Stjórn DÍS 2024-2025
Á nýliðnum aðalfundi DÍS þann 16. maí síðastliðinn var kjörin ný stjórn. Kosið er um þrjú embætti á á hverjum aðalfundi skv. lögum sambandsins. Að þessu sinni var kosið um fjögur embætti þar sem Liselotte Widing sagði sig frá stjórnarstörfum. Eitt framboð barst í hvert embætti.
Dýraverndari ársins 2023
Á nýliðnum aðalfundi DÍS var veitt viðurkenningin Dýraverndari ársins fyrir ötult starf í þágu velferðar dýra. Dýraverndari ársins 2023 er Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta.
Framboð til stjórnar DÍS
Þann 9. maí sl. rann út frestur fyrir fullgilda félaga í DÍS að bjóða sig fram til stjórnarsetu í sambandinu. Þau sæti sem kosið skal um á komandi aðalfundi þann 16. maí eru sæti ritara, gjaldkera og meðstjórnanda til tveggja ára og sæti meðstjórnanda til eins árs. Eitt framboð barst í hvert sæti.
ÁKALL Dýraverndarsambands Íslands til yfirvalda að bjarga dýrum í sárri neyð!
Ástand dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð er grafalvarlegt. Sauðféð er í miklum vanhöldum og er það að hluta komið út fyrir girðingar þar sem engin beit er við bæinn. Það er ákall frá stjórn DÍS að dýrunum verði tafarlaust komið til bjargar og lífs með því að yfirvöld bregðist við.
Aðalfundur DÍS 2024
Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl 17:00-19:00 í húsnæði Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72, 108 Reykjavík. Húsið opnar 16:30.
Áframhaldandi vanhöld sauðfjár á Höfða í Þverárhlíð
Stjórn DÍS hefur sent erindi til Matvælastofnunar vegna alvarlegs ástands sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð sem og erindi til sveitarfélagsins Borgarbyggðar sem hefur þær skyldur að smala ágangsfé. Ill meðferð dýra á þessum stað ítrekað komið á borð Matvælastofnunar, án þess að staða eða aðbúnaður dýranna breytist sjáanlega til hins betra.
Undirskriftalisti - Ekkert dýr á að þjást
DÍS hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun til að skora á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra. Nauðsynlegt er að endurskoða lög og reglugerðir er varða velferð dýra sem fyrst og að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum gagnvart dýrum.
Yfirlýsing: Við stöndum með velferð dýra
Samkvæmt áliti umboðsmanns hefur velferð dýra ekki nægilegt vægi til að hægt sé að rökstyðja frestun hvalveiða með nægilega skýrum hætti á grundvelli laga um hvalveiðar. Það stenst ekki nútímann ef lög eru ekki nógu skýr til að stjórnvöldum sé fært að grípa til viðeigandi ráðstafanna í þágu dýravelferðar.