Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Framboð til stjórnar DÍS og lagabreytingatillögur
Þann 19. maí sl. rann út frestur fyrir fullgilda félaga í DÍS að bjóða sig fram til stjórnarsetu í félaginu. Þau sæti sem kosið skal um á komandi aðalfundi þann 25.05 eru sæti formanns og tveggja meðstjórnenda, til tveggja ára.
Aðalfundur DÍS 2023
Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) verður haldinn fimmtudaginn 25. maí kl 17-19:00 í húsnæði félagsins að Grensásvegi 8.
MAST staðfestir að hvalveiðar eru dýraníð
DÍS vekur athygli á þeirri skýru niðurstöðu Matvælastofnunar, á grundvelli gagna sem söfnuðust við eftirlit með hvalveiðum á síðasta ári, að óásættanlega hátt hlutfall þeirra veiddu hvala, sem eftirlitið náði til, þjáðust.
Ný heimildarmynd um blóðmerahald
Dýraverndarsamtökin Tierschutzbund Zurich (TSB) og The Animal Welfare Foundation (AWF) hafa birt nýja heimildarmynd um blóðmerahaldið hér á landi. Heimildarmyndin ber yfirskriftina Iceland – The Hidden Blood Business.
Atvinnuvegir sem ekki tryggja velferð dýra eiga sér ekki framtíð
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir það sína skoðun að atvinnuvegir sem ekki geta tryggt velferð dýra eigi sér ekki framtíð í nútímasamfélagi. Þetta kom fram í ávarpi hennar á málþingi DÍS þann 14. mars um bætta dýravelferð þar sem útttekt DÍS um búfjáreftirlit var kynnt.
Bætt dýravelferð - skýrsla
Stjórn DÍS ákvað síðastliðið haust að láta skoða reynslu af eftirliti með velferð búfjár. Skýrslan er komin út og ber heitið Bætt dýravelferð.
DÍS hvetur sveitarfélög að koma villtum fuglum til aðstoðar
Þessi vetur hefur reynst villtum fuglum sérlega erfiður, en frosthörkur hafa verið óvenjulega miklar og langvarandi. DÍS vill hvetja öll sveitarfélög að koma villtum fuglum og öðrum dýrum sem nú eru í neyð vegna veðráttunnar til hjálpar með fóðurgjöf þar til hlýnar.
Dýr í neyð á Norðurlandi
DÍS hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.
DÍS krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. DÍS krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra er tryggð.
Yfirlýsing DÍS vegna aukins eftirlits með hvalveiðum
Stjórn DÍS lýsir yfir eindregnum stuðningi við aukið eftirlit með hvalveiðum og ítrekar andstöðu sambandsins við slíkar veiðar. Um leið hvetur Dýraverndarsamband Íslands stjórnvöld til að gera þau gögn sem aflast með hinu nýja eftirliti opinber.
DÍS skorar á MAST að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum
DÍS skorar á MAST að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð og fjallað hefur verið um í fréttum síðasta sólarhring. DÍS krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur þeirra dýra sem eru í neyð í Borgarbyggð.