Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Hvatning til Landssambands hestamannafélaga varðandi velferð hesta í þolreiðarkeppni
Dagana 25-28. ágúst 2022 verður haldin þolreiðarkeppni á vegum LH sem ber yfirskriftina Survive Iceland. DÍS telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta.