Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Yfirlýsing dýraverndarfélaga vegna dýra í Grindavík
Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur fara fram á að dýrum verði bjargað í Grindavík og nágrenni í dag. Ljóst er að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Flytja þarf ÖLL dýr burt af svæðinu.
Hvatning DÍS til dýraeigenda í Grindavík vegna hættuástands
Dýraverndarsambandið hvetur Grindvíkinga til að fara varlega í þeim hættulegu aðstæðum sem hafa skapast.
DÍS vill jafnframt minna á gæludýrin stór sem smá og þann búfénað sem er á svæðinu, þau þurfa líka vernd. DÍS áréttar að það þarf að flytja ÖLL dýr burt af svæðinu.
Hvatning DÍS til fjáreigenda varðandi geldingar á hrútum
DÍS hvetur fjáreigendur á landinu eindregið til að fá dýralækna til geldinga á hrútum en framkvæma ekki slíkar aðgerðir sjálfir. Geldingar eiga aldrei, undir neinum kringumstæðum, að vera framkvæmdar af ófaglærðum aðilum né án deyfingar og verkjastillandi lyfja.
Ályktun Dýraverndarsambands Íslands vegna hvalveiða
Stjórn DÍS harmar að hvalveiðar skuli hefjast að nýju. Stjórnin áréttar þá afstöðu sína að brýnt sé, út frá dýravelferðarsjónarmiðum, að hvalveiðum við Ísland ljúki alfarið á þessu ári. DÍS skorar á ráðherra og ríkisstjórn að sjá til þess að þetta verði allra síðasta árið þar sem hvalir þjást í viðskiptaskyni við Ísland.
DÍS fer fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum
DÍS hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer DÍS fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög.
Yfirlýsing DÍS vegna deyfingar á svínum með koltvíoxíðgasi
Deyfing svína með koltvíoxíðgasi er ómannúðleg og grimm. Gasið er ertandi en það myndar sýru í öndunarvegi dýranna sem veldur þeim þjáningu og ótta. Dýraverndarsamband Íslands fer fram á að deyfing svína með koltvíoxíðgasi verði stöðvuð og bönnuð með lögum.
Yfirlýsing stjórnar DÍS vegna tímabundinnar stöðvunar hvalveiða
Stjórn DÍS fagnar þeirri ákvörðun matvælaráðherra að ákveða að stöðva veiðar á langreyðum til 31. ágúst nk. Sú ákvörðun er tekin í framhaldi af afdráttarlausri niðurstöðu fagráðs um dýravelferð sem birt var í gær. Niðurstaða ráðsins var að engin mannúðleg leið væri til að tryggja skjótan dauða langreyða við veiðar.
MAST staðfestir að hvalveiðar eru dýraníð
DÍS vekur athygli á þeirri skýru niðurstöðu Matvælastofnunar, á grundvelli gagna sem söfnuðust við eftirlit með hvalveiðum á síðasta ári, að óásættanlega hátt hlutfall þeirra veiddu hvala, sem eftirlitið náði til, þjáðust.
DÍS hvetur sveitarfélög að koma villtum fuglum til aðstoðar
Þessi vetur hefur reynst villtum fuglum sérlega erfiður, en frosthörkur hafa verið óvenjulega miklar og langvarandi. DÍS vill hvetja öll sveitarfélög að koma villtum fuglum og öðrum dýrum sem nú eru í neyð vegna veðráttunnar til hjálpar með fóðurgjöf þar til hlýnar.
Dýr í neyð á Norðurlandi
DÍS hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.
DÍS krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. DÍS krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra er tryggð.
Yfirlýsing DÍS vegna aukins eftirlits með hvalveiðum
Stjórn DÍS lýsir yfir eindregnum stuðningi við aukið eftirlit með hvalveiðum og ítrekar andstöðu sambandsins við slíkar veiðar. Um leið hvetur Dýraverndarsamband Íslands stjórnvöld til að gera þau gögn sem aflast með hinu nýja eftirliti opinber.
DÍS skorar á MAST að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum
DÍS skorar á MAST að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð og fjallað hefur verið um í fréttum síðasta sólarhring. DÍS krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur þeirra dýra sem eru í neyð í Borgarbyggð.
Hvatning til Landssambands hestamannafélaga varðandi velferð hesta í þolreiðarkeppni
Dagana 25-28. ágúst 2022 verður haldin þolreiðarkeppni á vegum LH sem ber yfirskriftina Survive Iceland. DÍS telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta.