Hér má sjá framboð til stjórnar DÍS sem kosið verður um á aðalfundi þann 3. maí nk.
Nánari upplýsingar um hvert framboð má sjá með því að ýta á nöfnin. Vinsamlega athugið að aðeins fullgildir félagsmenn geta setið aðalfund sambandsins. Framboð til sætis formanns til tveggja ára Hallgerður Hauksdóttir Framboð til sætis gjaldkera til eins árs Sif Traustadóttir Framboð til sætis ritara til eins árs Benedikt Axelsson Framboð til meðstjórnanda til tveggja ára, tvö sæti Erla Fanný Gunnarsdóttir Linda Karen Gunnarsdóttir Magnús Skarphéðinsson Róbert Helgason Lagabreytingartillögur 2014 Í stað núverandi texta í 3. gr., a lið: a) að tilnefna einn fulltrúa í Dýravelferðarráð samkvæmt lögum um dýravelferð nr. 283/2013. komi: a) að tilnefna einn fulltrúa til þriggja ára í fagráð um velferð dýra samkvæmt lögum nr. 55/2013 um velferð dýra. í stað núverandi texta í 4. gr., fyrstu málsgrein: Félagar geta orðið allir þeir einstaklingar og félög sem vilja vinna að bættri velferð dýra í samræmi við hlutverk og skuldbindingar sambandsins skv. lögum þessum. Fullgildir félagsmenn teljast skráðir félagar sem greitt hafa árlegt félagsgjald. Félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins. Rétt til að greiða atkvæði á fundum félagsins og kjörgengi í stjórn og nefndir hafa einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert og eru innheimt árlega. komi: Félagar geta orðið allir þeir einstaklingar og skráð félög sem vilja vinna að bættri meðferð dýra í samræmi við hlutverk og skuldbindingar sambandsins skv. lögum þessum. Fullgildir félagsmenn teljast samþykktir félagar, sem greitt hafa árlegt félagsgjald. Nýjir félagar eru samþykktir á aðalfundi ár hvert og öðlast rétt til að greiða atkvæði og gefa kost á sér til stjórnar á næsta aðalfundi. Félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins. Rétt til að greiða atkvæði á fundum félagsins og kjörgengi í stjórn og nefndir hafa einungis fullgildir félagar sem greitt hafa félagsgjöld. Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert og eru innheimt árlega. Heimilt er með samþykki aðalfundar að vísa einstaklingi úr félaginu hafi hann gerst brotlegur við lög um velferð dýra eða brotið gróflega gegn reglum um félagsaðild sambandsins. í stað núverandi texta í 10. gr., fyrstu málsgrein: Stjórn sambandsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Kjörgengi til stjórnarsetu eiga allir fullgildir félagsmenn. Kjósa skal formann, tvo meðstjórnendur (…) komi: Stjórn sambandsins skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Kjörgengi til stjórnarsetu eiga allir fullgildir félagsmenn. Aðeins einstaklingar geta boðið sig fram til stjórnar, félög með aðild geta ekki boðið fram mann til stjórnar í sínu umboði. Kjósa skal formann, tvo meðstjórnendur (…) í stað núverandi texta 11. greinar: Allir fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins. Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi og öðrum félagsfundum sambandsins gildir hreinn meirihluti þeirra sem á fundinn eru skráðir en tvo þriðju hluta þeirra þarf til lagabreytinga. komi: Allir fullgildir félagsmenn hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins. Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi gildir hreinn meirihluti fullgildra félagsmanna sem á fundinn eru skráðir en tvo þriðju hluta þeirra þarf til lagabreytinga og allra meiriháttar breytinga á stefnu félagsins. Á öðrum félagsfundum sambandsins gildir meirihluti viðstaddra við atkvæðagreiðslu. Stjórn DÍS Comments are closed.
|