Um Dýraverndarsamband Íslands
Dýraverndarsamband Íslands (Dýraverndunarfélag Íslands), DÍS, var stofnað þann 13. júlí 1914 og frjáls og óháð samtök dýravina (NGO). Félagar eru um 660.
DÍS leggur áherslu á miðlun upplýsinga og fræðslu og lætur sig allt varða sem snertir meðferð dýra og velferð þeirra. Dýraverndarsambandið á fulltrúa í fagráði um velferð dýra og á fulltrúa í samstarfsráði Matvælastofnunar. Sambandið er aðili að Norræna dýraverndarráðinu (Nordisk Dyrebeskyttelsesråd) er einnig aðili að Landvernd. |
Meginhlutverk Dýraverndarsambands Íslands samkvæmt lögum félagsins er:
- Að vinna að bættri velferð dýra, taka virkan þátt í umræðu um málefni þeirra á opinberum vettvangi og stuðla að málefnalegri umræðu um dýravelferð.
- Að standa vörð um lögvernd dýra og stuðla að góðri lagasetningu og reglubundnu opinberu eftirliti til verndar dýrum.
- Að beita sér fyrir fræðslu og upplýsingamiðlun um góða meðferð dýra og hvetja skóla, félagasamtök og einstaklinga til að efla velferð þeirra.