Framboð til sætis ritara til eins árs

Ég heiti Benedikt Axelsson, og undanfarið hef ég leyst af sem starfsmaður félagsins og er fullur áhuga á að starfa frekar að þessum málaflokki. Ég ber virðingu fyrir stefnu og markmiðum.
Dýraverndarsambandsins og vil taka þátt í að starfa áfram að þeim góðu málefnum sem unnið hefur verið að, en tel einnig að sums staðar mætti jafnvel gera enn betur og leggja enn meiri áherslu á baráttu fyrir velferð dýra.
Mér finnst mikilvægt að fá breiðari hóp til þáttöku í dýravelferðarmálum hérlendis, og vildi sjá meira af almenningi úr öllum stéttum ganga til liðs við málstað dýravelferðar, konur og karla, iðnaðarmenn og kennara, kokka og skúringafólk og jafnvel bændur og veiðimenn – því að mínu mati eru dýravelferðarmál mikilvæg fyrir allt samfélag manna, en ekki einungis þeirra sem þegar eru sannfærðir.
Því býð mig hér með fram sem ritara hjá Dýraverndarsambandi Íslands.
Dýraverndarsambandsins og vil taka þátt í að starfa áfram að þeim góðu málefnum sem unnið hefur verið að, en tel einnig að sums staðar mætti jafnvel gera enn betur og leggja enn meiri áherslu á baráttu fyrir velferð dýra.
Mér finnst mikilvægt að fá breiðari hóp til þáttöku í dýravelferðarmálum hérlendis, og vildi sjá meira af almenningi úr öllum stéttum ganga til liðs við málstað dýravelferðar, konur og karla, iðnaðarmenn og kennara, kokka og skúringafólk og jafnvel bændur og veiðimenn – því að mínu mati eru dýravelferðarmál mikilvæg fyrir allt samfélag manna, en ekki einungis þeirra sem þegar eru sannfærðir.
Því býð mig hér með fram sem ritara hjá Dýraverndarsambandi Íslands.
DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS | GRENSÁSVEGI 8, 4. HÆÐ (gengið inn að aftan),108 REYKJAVÍK | SÍMI 552-3044 | DYRAVERND@DYRAVERND.IS