Stjórn Dýraverndarsambands Íslands
Frá aðalfundi í maí 2024.
Linda Karen Gunnarsdóttir
Formaður Linda er menntaður hestafræðingur frá LbhÍ og Háskólanum á Hólum og starfar sem grunnskólakennari. Hún sat áður í stjórn á árunum 2008-2012 og 2014-2017. Hún sat sem fulltrúi DÍS í Dýraverndarráði sem var hjá Umhverfisstofnun og einnig í Norræna dýraverndarráðinu.
|
Anna Berg Samúelsdóttir
Meðstjórnandi Anna Berg er með mastersgráðu í landfræði, lokaverkefni hennar fjallaði um velferð íslensks búfjár; Viðhorf almennings, birtingarmynd fagsins og kauphegðun neytenda. Á árunum 2011-2013 gegndi Anna 50% starfi sambandsins en varð síðar í stjórn.
|
Ágúst Ólafur Ágústsson
Ritari Ágúst er lögfræðingur og hagfræðingur frá HÍ og með MPA frá New York University. Hann hefur meðal annars unnið sem alþingismaður, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í NY. Hann starfar við ráðgjöf og kennslu við HÍ og stundar doktorsnám í opinberri stjórnsýslu.
|
María Lilja Tryggvadóttir
Gjaldkeri María Lilja Tryggvadóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Hún er uppalin í sveit og hefur gríðarlegan áhuga à dýravelferðarmálum.
|
Sigursteinn Másson
Meðstjórnandi Sigursteinn Másson er rithöfundur og fjölmiðlamaður. Hann hóf að starfa með Alþjóðadýravelferðarsjóðnum IFAW árið 2003 sem fulltrúi samtakanna á Íslandi og síðar einnig í Noregi. Hann sat áður í tvö ár í stjórn DÍS.
|
Þóra Hlín Friðriksdóttir
Meðstjórnandi Þóra Hlín er með Bs gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og menntaður Yoga kennari. Undanfarin ár hefur hún rekið sína eigin starfsemi sem lítur að heilsueflingu einstaklinga. Hún hefur í áratugi haft áhuga á velferð dýra og náttúru.
|
Skoðunarmenn reikninga fyrir næsta ár
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir
Valgerður Árnadóttir
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir
Valgerður Árnadóttir
Fundargerðir stjórnar DÍS
Starfsárið 2024-2025
Starfsárið 2023-2024
Starfsárið 2022-2023
Starfsárin 2018-2022
Starfsárið 2017-2018
Starfsárið 2016-2017
Starfsárið 2015-2016
Starfsárið 2014-2015
Starfsárið 2013-2014
Starfsárið 2012-2013
Starfsárið 2023-2024
Starfsárið 2022-2023
Starfsárin 2018-2022
Starfsárið 2017-2018
Starfsárið 2016-2017
Starfsárið 2015-2016
Starfsárið 2014-2015
Starfsárið 2013-2014
Starfsárið 2012-2013
Fulltrúar DÍS í fagráði um velferð dýra
DÍS á fulltrúa í fagráði um velferð dýra sem er Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun
og einstök álitaefni á sviði dýravelferðar. Fagráðið hefur aðsetur hjá Matvælastofnun.
og einstök álitaefni á sviði dýravelferðar. Fagráðið hefur aðsetur hjá Matvælastofnun.