Stjórn Dýraverndarsambands Íslands
Frá aðalfundi í ágúst 2022.
Linda Karen Gunnarsdóttir
Formaður Linda er menntaður hestafræðingur frá LbhÍ og Háskólanum á Hólum. Hún hefur setið í stjórn DÍS um árabil og verið fulltrúi félagsins í Dýraverndarráði sem var hjá Umhverfisstofnun.
|
Anna Berg Samúelsdóttir
Meðstjórnandi Anna Berg er með mastersgráðu í landfræði, lokaverkefni hennar fjallaði um velferð íslensks búfjár; Viðhorf almennings, birtingarmynd fagsins og kauphegðun neytenda. Á árunum 2011-2013 gegndi Anna 50% starfi sambandsins en varð síðar í stjórn.
|
Hrefna Sigurjónsdóttir
Ritari Hrefna er prófessor á eftirlaunum. Hún er líffræðingur með doktorspróf í dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað félagshegðun hesta á Íslandi um árabil. Hún hefur áður setið í stjórn DÍS og hefur auk þess m.a setið í stjórn Landverndar og Hins íslenska Náttúrufræðifélags.
|
Liselotte Widing
Meðstjórnandi Liselotte Widing er lögfræðingur að mennt. Hún hefur verið í sjálfboðastarfi hjá dýraverndarfélögum í um 30 ár, fyrst í Svíþjóð og seinna meir á Íslandi. Hún hefur setið áður í stjórn DÍS. |
Marietta Maissen
Meðstjórnandi Marietta er upphaflega frá Sviss, flutti til Íslands 1982, er hrossaræktandi og tamningamaður og meðlimur í Félagi tamningamanna. Auk þess er hún grafískur hönnuður að mennt og þýðandi. Hún situr í stjórn DÍS frá 2022.
|
Sigursteinn Másson
Meðstjórnandi Sigursteinn Másson er rithöfundur og fjölmiðlamaður. Hann hóf að starfa með Alþjóðadýravelferðarsjóðnum IFAW árið 2003 sem fulltrúi samtakanna á Íslandi og síðar einnig í Noregi. Hann sat áður í tvö ár í stjórn DÍS.
|
Skoðunarmenn reikninga fyrir næsta ár
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir
Meike Witt
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir
Meike Witt