Ályktanir og áskoranir
Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) sendir reglulega frá sér yfirlýsingar, ályktanir og áskoranir vegna dýravelferðarmála.
Yfirlýsing stjórnar DÍS vegna tímabundinnar stöðvunar hvalveiðaStjórn DÍS fagnar þeirri ákvörðun matvælaráðherra að ákveða að stöðva veiðar á langreyðum til 31. ágúst. Sú ákvörðun var tekin í framhaldi af afdráttarlausri niðurstöðu fagráðs um velferð dýra. Niðurstaða ráðsins var að engin mannúðleg leið væri til að tryggja skjótan dauða langreyða við veiðar.
|
Yfirlýsing stjórnar DÍS vegna deyfingar á svínum með koltvíoxíðgasiSamkvæmt lögum 55/2013 um velferð dýra á aflífun dýra að vera skjót og sársaukalaus. Deyfing svína með koltvíoxíðgasi samræmist þessu ákvæði ekki þar sem dýrin há í raun dauðastríð. Dýraverndarsamband Íslands fer fram á að deyfing svína með koltvíoxíðgasi verði stöðvuð og bönnuð með lögum.
|
Ályktun stjórnar DÍS vegna niðurstöðu eftirlitsskýrslu MAST um velferð hvala við hvalveiðarSkýr niðurstaða Matvælastofnunar, á grundvelli gagna sem söfnuðust við eftirlit með hvalveiðum á síðasta ári, að óásættanlega hátt hlutfall þeirra veiddu hvala, sem eftirlitið náði til, þjáðust. Dýraverndarsamband Íslands fer fram á að hvalveiðum ljúki tafarlaust.
|
Hvatning til Landssambands hestamannafélaga (LH) varðandi velferð hesta í þolreiðarkeppninni Survive Iceland
DÍS taldi velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem var í þolreiðarkeppninni Survive Iceland. Stjórn DÍS hvatti LH til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta.