Bætt dýravelferð - staða og tillögur til úrbóta
Stjórn Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) ákvað haustið 2022 að láta skoða reynslu af eftirliti með velferð búfjár. Það var ákveðið í kjölfar alvarlegs dýravelferðarmáls á Vesturlandi þar sem dýr voru í neyð sökum vanhalda og langvarandi innilokunar. Stjórn ákvað að nauðsynlegt væri að rýna það eftirlit sem á að verja velferð dýra hér á landi og í kjölfarið benda á leiðir til úrbóta.
Stjórn DÍS fól Ágústi Ólafi Ágússyni lög- og hagfræðingi að vinna slíka úttekt fyrir sambandið ásamt því að skoða beitingu viðurlaga, fjölda kæra og afdrif þeirra í réttarkerfinu. Vegna fjárhagslegra takmarkana þurfti að afmarka verkefnið við eftirlit búfjár um sinn.
Megintillaga skýrsluhöfundar er sú að dýravelferðareftirlitið verði tekið út úr MAST og komið fyrir í sérstakri Dýravelferðarstofu undir Umhverfisráðuneyti eða í stofnun sem hefur með náttúruvísindi og náttúruvernd að gera.
Alls kynnir skýrsluhöfundur 17 umbótatillögur sem meðal annars gera ráð fyrir fjölgun dýraeftirlitsfólks og hertari aðgerðum gagnvart þeim sem uppvísir verða að því að brjóta lög um dýravelferð.
Hér má lesa skýrsluna:
Bætt dýravelferð - staða og tillögur til úrbóta
Stjórn DÍS fól Ágústi Ólafi Ágússyni lög- og hagfræðingi að vinna slíka úttekt fyrir sambandið ásamt því að skoða beitingu viðurlaga, fjölda kæra og afdrif þeirra í réttarkerfinu. Vegna fjárhagslegra takmarkana þurfti að afmarka verkefnið við eftirlit búfjár um sinn.
Megintillaga skýrsluhöfundar er sú að dýravelferðareftirlitið verði tekið út úr MAST og komið fyrir í sérstakri Dýravelferðarstofu undir Umhverfisráðuneyti eða í stofnun sem hefur með náttúruvísindi og náttúruvernd að gera.
Alls kynnir skýrsluhöfundur 17 umbótatillögur sem meðal annars gera ráð fyrir fjölgun dýraeftirlitsfólks og hertari aðgerðum gagnvart þeim sem uppvísir verða að því að brjóta lög um dýravelferð.
Hér má lesa skýrsluna:
Bætt dýravelferð - staða og tillögur til úrbóta
DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS | [email protected]