
Ég hef starfað sem ritari DÍS í tvö ár og hyggst nú gefa kosta á mér til starfa sem formaður til tveggja ára. Mér þykir mjög vænt um félagið og þekki vel til starfsemi þess.
Mig langar til að leiða áfram það góða starf sem unnið hefur verið í félaginu undanfarin ár.
Áhersla mín er á samvinnu, hófsemi og virðingu en jafnframt vill ég að afdráttarlaust sé tekið á illri meðferð dýra
– að eftirlit virki, bæði samfélagsins og hins opinbera.
Það er von mín að Dýraverndarsamband Íslands fái að vera trúverðug rödd sem litið er til þegar málefni dýravelferðar ber á góma. Jafnframt langar mig til að stuðla að almennri fræðslu og umræðu um málefni dýra.
Ég lít ekki svo á að ég sé sérstakur dýravelferðarsinni – heldur lít ég svo á að dýravelferðarmál séu samfélagsmál og komi öllum við. Það er mitt helsta stefnumál að almennt verði litið svo á, og mun ég starfa að því markmiði.
Hallgerður Hauksdóttir ritari DÍS.
Mig langar til að leiða áfram það góða starf sem unnið hefur verið í félaginu undanfarin ár.
Áhersla mín er á samvinnu, hófsemi og virðingu en jafnframt vill ég að afdráttarlaust sé tekið á illri meðferð dýra
– að eftirlit virki, bæði samfélagsins og hins opinbera.
Það er von mín að Dýraverndarsamband Íslands fái að vera trúverðug rödd sem litið er til þegar málefni dýravelferðar ber á góma. Jafnframt langar mig til að stuðla að almennri fræðslu og umræðu um málefni dýra.
Ég lít ekki svo á að ég sé sérstakur dýravelferðarsinni – heldur lít ég svo á að dýravelferðarmál séu samfélagsmál og komi öllum við. Það er mitt helsta stefnumál að almennt verði litið svo á, og mun ég starfa að því markmiði.
Hallgerður Hauksdóttir ritari DÍS.