Framboð til sætis gjaldkera til eins árs

Ég heiti Sif Traustadóttir og hef síðastliðin tvö ár gegnt embætti formanns DÍS en býð mig nú fram til starfa sem gjaldkeri til eins árs.
Ég hef mikinn áhuga á málefninu, þekki vel til málaflokksins og starfsemi félagsins. Ég hef áhuga á að leggja fram krafta mína til áframhaldandi starfa fyrir félagið en vegna anna við önnur störf hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram til embættis formanns.
Ég tel mikilvægt að haldið verði áfram uppbyggingarstarfi innan félagsins og að áfram sé unnið að markmiðum félagsins eins og þau eru skilgreind í lögum þess.
Ég tel að til þess að auka málstað dýravelferðar fylgis meðal almennings, hjá dýraeigendum og innan stjórnsýslunnar sé það mikilvægt að unnið sé faglega að dýraverndarmálum og að umræðan sé á þann veg að sem flestir geti tekið undir sjónarmið um aukna velferð dýra.
Sif Traustadóttir
Ég hef mikinn áhuga á málefninu, þekki vel til málaflokksins og starfsemi félagsins. Ég hef áhuga á að leggja fram krafta mína til áframhaldandi starfa fyrir félagið en vegna anna við önnur störf hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram til embættis formanns.
Ég tel mikilvægt að haldið verði áfram uppbyggingarstarfi innan félagsins og að áfram sé unnið að markmiðum félagsins eins og þau eru skilgreind í lögum þess.
Ég tel að til þess að auka málstað dýravelferðar fylgis meðal almennings, hjá dýraeigendum og innan stjórnsýslunnar sé það mikilvægt að unnið sé faglega að dýraverndarmálum og að umræðan sé á þann veg að sem flestir geti tekið undir sjónarmið um aukna velferð dýra.
Sif Traustadóttir