Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
DÍS krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda
Sá óhugnaður á vanhöldum dýra í Borgarnesi sem birst hefur á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum síðustu daga og vikur er hörmulegur. DÍS krefst tafarlausra aðgerða af hálfu stjórnvalda í málinu og að þessum dýrum í Borgarbyggð verði komið í örugga umsjá á meðan málið er til meðferðar þar sem heilsa og velferð þeirra er tryggð.
Yfirlýsing DÍS vegna aukins eftirlits með hvalveiðum
Stjórn DÍS lýsir yfir eindregnum stuðningi við aukið eftirlit með hvalveiðum og ítrekar andstöðu sambandsins við slíkar veiðar. Um leið hvetur Dýraverndarsamband Íslands stjórnvöld til að gera þau gögn sem aflast með hinu nýja eftirliti opinber.
DÍS skorar á MAST að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum
DÍS skorar á MAST að sinna án tafar lögbundum skyldum sínum varðandi velferð hrossa sem eru í neyð í Borgarbyggð og fjallað hefur verið um í fréttum síðasta sólarhring. DÍS krefst þess jafnframt að MAST komi lögum yfir eigendur þeirra dýra sem eru í neyð í Borgarbyggð.
Hvatning til Landssambands hestamannafélaga varðandi velferð hesta í þolreiðarkeppni
Dagana 25-28. ágúst 2022 verður haldin þolreiðarkeppni á vegum LH sem ber yfirskriftina Survive Iceland. DÍS telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta.

