Dýravernd á Íslandi
Barátta fyrir réttindum dýra
Áherslur okkar
DÍS er leiðandi í baráttunni fyrir velferð og réttindum dýra á Íslandi. Við vöktum og stuðlum að lögum sem vernda dýr og leggjum áherslu á fræðslu og opinbera umræðu. Vertu með okkur í að móta framtíð þar sem dýr eru virt og vernduð.
-
Eftirlit með velferð búfjár
-
Vernd hvala
-
Vernd refa og sela
-
Blóðmerahald
© Animal Welfare Foundation & Tierschutzbund Zürich
Stöðvum blóðmerahald!
Áskorun til stjórnvalda
Blóðmerahald er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum. Úr blóðinu er unnið hormón sem notað er til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr.
Magn og tíðni blóðtöku og meðferð á hryssunum í blóðtökunni stríðir gegn velferð þeirra.
Blóðmerahald er dýraníð og á að banna með lögum.
Skrifaðu undir. Stöðvum blóðmerahald í eitt skipti fyrir öll.
VILTU HAFA ÁHRIF Í ÞÁGU DÝRA?
Vertu með í DÍS
Sem óháð félag dýravina stöndum við vörð um lögvernd dýra, stuðlum að góðri lagasetningu og reglubundnu opinberu eftirliti til verndar dýrum.
-
Gerast félagi
Taktu virkan þátt í samfélagi sem vinnur að bættri velferð dýra, tekur þátt í málefnalegri umræðu og berst fyrir réttindum þeirra á opinberum vettvangi.
-
Gerast Dýraverndari
Dýraverndarar eru bakhjarlar sem með mánaðarlegu framlagi sínu efla störf sambandsins í þágu bættrar velferðar dýra í landinu.
-
Veita styrk til DÍS
Með því að styrkja DÍS getur þú haft bein áhrif á velferð dýra á Íslandi. Einstaklingar og stofnanir geta styrkt DÍS með því að leggja inn á reikninginn.
Aðstoð vegna dýrs
Ef þú tekur eftir illri meðferð á dýrum skaltu ekki hika við hafa samband. Við veitum ráðgjöf og aðstoðum við að vinna úr málum þar sem velferð dýra er ógnað. Samkvæmt lögum tilkynnum við slík mál til viðeigandi eftirlitsaðila eða lögreglu.
-
Úttekt DÍS: Bætt dýravelferð
Haustið 2022 skipaði stjórn DÍS lög- og hagfræðinginn Ágúst Ólaf Ágússon til að meta eftirlit með velferð búfjár og beitingu viðurlaga. Úttektin leiddi til 17 umbótatillagna, sem innihalda meðal annars fjölgun dýraeftirlitsfólks, hertari aðgerðir gegn lögbrotum í dýravelferð, leyfisskyldu fyrir búfjárhald og flutning eftirlits með dýravelferð til sérstakrar Dýravelferðarstofu frá Matvælastofnun.
-
Dýraverndari ársins
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir er Dýraverndari ársins
Arndís er fyrrum formaður og einn af stofnendum dýraverndunarfélagsins Villikatta. Framsýni og viljastyrkur Arndísar Bjargar með stofnun félagsins Villikettir og stofnun deilda um allt land ásamt samstarfi við sveitarfélög um björgun villi- og vergangskatta með TNR aðferðinni (fanga-gelda-skila) er einstakt afrek.