Meirihluti hlynnt því að banna blóðmerahald
12. apríl 2025
Meirihluti Íslendinga eru hlynnt því að banna blóðmerahaldi. Þetta kemur fram í könnun Prósent fyrir Dýraverndarsamband Íslands.
Fólk var spurt hvort það væri hlynnt eða andvígt því að banna blóðmerahald. Reyndust 51% hlynnt banni, en 27% andvíg því.
Þegar rýnt er í tölurnar vekur athygli að það er nánast alveg sama hvernig niðurstaðan er greind eftir þjóðfélagshópum, fleiri eru hlynnt banni en andvíg því. Konur (59%) styðja frekar bann en karlar (44%) og stuðningur við bann er meiri á höfuðborgarsvæðinu (57%) en landsbyggðinni (42%). Í öllum þessum hópum er stuðningur við bann hins vegar meiri en andstaða. Stuðningur við bann er mestur meðal yngra fólks, nær þvert yfir stjórnmálasviðið og í öllum kjördæmum vilja fleiri banna blóðmerahald en ekki.
Könnun Prósents fyrir Dýraverndarsamband Íslands fór fram dagana 28. mars til 9. apríl, áður en fréttastofa RÚV birti nýjar myndir AWF/TSB af illri meðferð hryssa í blóðmerahaldi. Úrtakið var 2300 og svarhlutfall 50%.
Hægt er að sjá ítarlegri niðurstöður með því að smella á myndina hér að neðan.