Heimildarmynd sýnir blóðtökur 2024

10. apríl 2025

Ný rannsókn þýsk/svissnesku dýraverndarsamtakanna AWF og TSB varpar skýru ljósi á illa meðferð hryssa í blóðmerahaldi. Fréttastofa RÚV sýndi hluta af upptökunum og ræddi við lögfræðing AWF/TSB, framkvæmdastjóra Dýraverndarsambands Íslands og yfirdýralækni MAST.

Þó að geti verið erfitt að horfa á myndskeiðin þá ætlar Dýraverndarsamband Íslands ekki að líta undan heldur berjast gegn þessari óverjandi meðferð á hryssum: Stöðvum blóðmerahald í eitt skipti fyrir öll!

Frétt Ríkisútvarpsins er aðgengileg á vefnum. Fyrir þau sem vilja sjá ítarlegri upptökur, þá er hægt að horfa á heimildarmynd AWF/TSB um blóðtökutímabilið 2024 hér að neðan.

Previous
Previous

Meirihluti hlynnt því að banna blóðmerahald

Next
Next

Stöðvum blóðmerahald: Ráðherra afhent áskorun