Fréttir frá Dýraverndarsambandi Íslands

Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Afmælishátíð Dýraverndarsambands Íslands

Í ár fagnar Dýraverndarsamband Íslands 111 ára afmæli sínu. Af því tilefni heldur DÍS afmælishátíð í Salnum í Kópavogi, sunnudaginn 23. mars 2025. Hlökkum til að hitta öll þau ótal mörgu sem brenna fyrir aukinni velferð dýra á Íslandi.

Read More
Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Nýtt merki Dýraverndarsambands Íslands

Dýraverndarsamband Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki. Merkið sýnir heimskautarefinn, eina landspendýrið sem kom sér til Íslands án aðstoðar mannfólks, og leggur áherslu á einstaka íslenska náttúru í sögu og samtíð.

Read More
Andrés Ingi Jónsson Andrés Ingi Jónsson

Viðbragðsleysi sýnir mikilvægi þess að færa eftirlit með dýravelferð frá Matvælastofnun

Nýlegar fréttir af viðbragðsleysi Matvælastofnunar þegar tilkynnt var um folald í neyð eru nýjasta dæmið af fjölmörgum um mikilvægi þess að gera stórar kerfisbreytingar í þágu velferðar dýra. Í því ljósi hvetur Dýraverndarsamband Íslands til þess að Alþingi standi með velferð dýra og standi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að færa málaflokk dýravelferðar yfir í annað ráðuneyti.

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Yfirlýsing DÍS vegna ákvörðunar starfandi matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar

Í dag veitti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra í starfsstjórn leyfi til veiða á langreyðum og hrefnum til næstu fimm ára. Dýrarverndarsamband Íslands hefur vegna þessa ákveðið að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem sambandið telur um hreina valdníðslu að ræða. 

Read More
Dýraverndarsamband Íslands Dýraverndarsamband Íslands

Ársskýrsla stjórnar Dýraverndarsambandsins

Ársskýrsla Dýraverndarsambandsins er komin út. Fjallað er um verkefni stjórnar sambandsins á liðnu starfsári 2023-2024, ályktun aðalfundar og Dýraverndara ársins 2023

Read More
Alyktun Dýraverndarsamband Íslands Alyktun Dýraverndarsamband Íslands

Yfirlýsing frá Dýraverndarsambandi Íslands vegna ákvörðunar matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar

DÍS harmar og lýsir vonbrigðum með þá ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar í sumar. Ráðherra kynnti ríkisstjórn ákvörðun sína í morgun að heimila veiðar á samtals 128 langreyðum og er leyfið veitt til eins árs. Ráðherra segist bundinn af lögum um hvalveiðar sem eru frá árinu 1949 og hendur hennar séu því bundnar.

Read More