Veruleiki svína á Íslandi

Öll dýr, stór sem smá, eiga rétt á lífi þar sem þeirra grundvallarþörfum er mætt, þar sem þau fá að njóta frelsis, öryggis og virðingar.

Þau eru ekki framleiðslueiningar, þau eru skyni gæddar verur sem finna til, elska, hræðast og gleðjast, rétt eins og við.

Dýraverndarsamband Íslands vill veita almenningi innsýn í þær dapurlegu aðstæður sem íslenskum svínum er boðið upp á

Heillandi staðreyndir um svín

Vissir þú…

Að svín hafa tilfinningar, svín mynda sterk félagsleg tengsl, syrgja fèlaga sína og sýna gleði og tilfinningaleg viðbrögð

Að svín vilja tengsl og virðingu, þegar svín upplifa kærleika, örvun og frelsi þá dafna þau á ótrúlegan hátt

Að svipta svín náttúrulegu atferli sínu er að svipta þau kjarnanum í því að vera lifandi vera

Að svín eru greind dýr, jafnvel greindari en hundar og geta leyst flókin verkefni, munað andlit og myndað sterk tengsl

Að svín talast saman og gefa frá sér margvísleg hljóð eftir líðan þeirra og tilfinningum

Að rótunarþörf þeirra er djúpstæð, þau eyða allt að 6-8 klukkustundum á dag í að róta og leita sér að fæðu. Þetta er ekki bara eðlishvöt heldur lífsnauðsynlegt atferli

Að svín hafa snilldar nef, röltandi um með trýninu rannsaka þau heiminn. Það er öflugt skynfæri og verkfæri í einu

Að svín eru afar hreinlát dýr ef þau hafa til þess val

Svín í verksmiðjubúskap

Vissir þú…

Að svín sýna einkenni sturlunnar ef þeim er haldið innilokuðum í snauðu umhverfi sem kemur ekki til móts við þeirra náttúrulega atferli

Að svín fá aldrei að sjá sólina eða finna moldina undir fótum sínum, þau eyða lífi sínu innilokuð á steypugólfi eða rimlagólfi

Að í iðnvæddum búum er hali þeirra skorinn af og tennur klipptar þvert á dýravelferðarlög og reglugerðir um velferð svína

Að engar lagakröfur eru um að svín hafi aðgang að útiveru, dagsbirtu eða jarðvegi, eðlislægum þáttum sem er þeim nauðsynleg

Að ónáttúrulegar aðstæður iðnvæddra búa veldur sjálfskaða, vanlíðan og bithegðun (sérstaklega hala og eyrna bit)

Að skjól, ró og næði er grundvallarþörf allra dýra en veruleikinn í iðnvæddum búum er hávaði, streita og skortur á frelsi

Að flest svín lifa aðeins 5–6 mánuði, þó þau gætu lifað í 10–15 ár undir eðlilegum aðstæðum

Að víða á íslenskum búum er gyltum enn haldið í þröngum básum í margar vikur og mánuði þar sem þær geta hvorki snúið sér né sinnt grísunum sínum á eðllislægan hátt

Helsta aflífunaraðferðin á Íslandi

Algengasta aðferðin við að aflífa svín á Íslandi er með gasklefum, sem veldur þeim mikilli angist, þjáningu og ofsahræðslu áður en þau missa meðvitund

Þrátt fyrir að þessi aðferð sé leyfð, hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að hún veldur dýrunum mikilli vanlíðan, sársauka og hræðslu áður en þau missa meðvitund

Reglugerðir

Vissir þú…

Að íslensk lög gera ekki kröfur um útivist eða náttúrulega örvun fyrir svín, þau fá ekki að róta í jarðvegi né leika sér, þó það sé hluti af eðlislægu atferli þeirra

Að reglugerð um aðbúnað svína á Íslandi hefur staðið óbreytt í rúm 20 ár, þó vitsmunir, tilfinningalíf og þarfir dýra séu vel þekktar í dag

Að árið 2014 var sett á reglugerð um bætta velferð svína í iðnvæddum búum. Aðeins eitt af 18 svínabúum framfylgdu reglugerðinni

Að jafnvel nýjustu reglugerðir leyfa að hver grís hafi aðeins um 1 fermetra rými alla ævi, það er minna en stórt hundateppi

Að reglugerðin gerir ekki ráð fyrir því að tekið sé tillit til félagslegrar, andlegrar eða tilfinningalegrar velferðar svína, aðeins líkamlegs

Reglugerð um velferð svína kveður á um rými fyrir ólíka hópa svína. Stærsti hópurinn eru svokallaðir fráfæru-, eldis- og sláturgrísir – en það eru nöfnin á lífsferlinum frá því að grís hefur verið vaninn undan gyltu og þangað til hann er færður til slátrunar.

Í þessari töflu sést hversu miklu rými á að reikna með þegar svínin eru í hóp í stíu:

Lífþungi kg Lágmarksgólfrými m²/grís Lágmarkslegurými m²/grís
Að 10 0,15 0,10
11-20 0,20 0,13
21-30 0,30 0,20
31-50 0,40 0,27
51-85 0,55 0,37
86-110 0,65 0,43
> 110 1,00 0,67

Leggðu dýrunum lið

Vertu með í DÍS!

Saman stöndum við vörð fyrir þau sem geta ekki varið sig sjálf

Árið 2024 var um 78 þúsund svínum slátrað á Íslandi. Flest þeirra litu aldrei dagsins ljós, heldur voru alla ævina lokuð inni í einhæfu og ónáttúrulegu umhverfi. Þó að almenningur sjái sjaldan inn í svínabúin þá berum við ábyrgð á því að svínum sé sýnd sú virðing sem öll dýr eiga skilið. Stjórnvöld verða að tryggja svínum betri aðbúnað.

Dýraverndarsamband Íslands kallar eftir úrbótum.