Dýraverndarsamband Íslands tók nýtt merki í notkun í mars 2025. Merkið sýnir heimskautarefinn, fyrsta landspendýrið á Íslandi og leggur áherslu á einstaka íslenska náttúru í sögu og samtíð.
Litaval merkisins er innblásið af eldi og ís, þessum mótandi frumöflum í náttúru Íslands. Blái liturinn er sami djúpi liturinn og er notaður í íslenska fánanum, en hann endurspeglar haf og fjöll og vekur traust. Appelsínuguli liturinn stendur fyrir mikilvægi sambands okkar við dýr og náttúru, sem við berum að virða.
Merkið er hannað af Stefáni Yngva Péturssyni. Styngvi er mikill dýraverndunarsinni og hefur sem hönnuður lagt ríka áherslu á verkefni þar sem barist er fyrir betri framtíð fyrir náttúru, dýr og mannfólk. Stjórn Dýraverndarsambandsins fannst því samstarfið eiga mjög vel við verkefni DÍS. Stefán hannaði einnig útlitið á nýrri vefsíðu sambandsins og útlit samfélagsmiðlapósta.