Dýraverndarsamband Íslands fagnar ályktun Félags tamingamanna á aðalfundi félagsins sem haldinn var 9. desember 2011 varðandi aukið eftirlit með áverkum á hrossum í sýningum og keppni.
Einnig er því fagnað að Alþjóðasamtök eigenda íslenska hestsins, FEIF, hafi tileinkað árinu 2012 fyrirmyndarreiðmennsku þar sem markmiðið er að stuðla að bættri reiðmennsku með samstilltu átaki innan allra aðildarlanda. Knapar verði hvattir til að vanda reiðmennsku sína og dómarar hvattir til að verðlauna fyrir góða reiðmennsku og þeir nýti sér m.a. aukið rými til að hækka eða draga frá einkunn eftir hvernig sýning fór fram. Stuðlar þetta að aukinni velferð hrossa í sýningum og keppni sem DÍ tekur heilshugar undir. Dýraverndarráð hefur einnig fagnað þessum auknu áherslum á velferð hrossa sem finna má í fundargerð frá 11. janúar 2012. Comments are closed.
|