Mikil umræða spratt upp af því þegar tveir Huskyhundar drápu kött í Reykjanesbæ.
Alltaf er dapurlegt þegar svona atvik verða og á kattareigandinn um sárt að binda eftir þetta, sem vonlegt er. Rétt er að minna á að við hundana sjálfa er aldrei að sakast, þeir fara eins og eðlið býður þeim, það er alltaf maðurinn sem ber ábyrgðina. Þegar við fáum okkur hund verðum við að skoða fleira en útlitið. Við verðum að velta fyrir okkur þörfum og eðli tegundarinnar. Á heimasíðu RÚV er greinargott viðtal við formann DÍS í tilefni þessa: http://ruv.is/innlent/astaedulaust-ad-ottast-husky-hunda Comments are closed.
|