Þórhildur Bjartmarz heldur þriðja og síðasta fyrirlesturinn um sögu hunda á Íslandi á sunnudaginn kl. 20:00. Hann verður haldinn í sal DÍS að Grensásvegi 12A (bakhús), og húsið opnar kl. 19:30. Verð kr. 500 Fyrirlestrar hennar eru í þremur hlutum: Fyrsti hluti var um tímabilið frá landnámi til 1900 og var haldinn þann 18. nóvember. Annar hlutinn var m.a. um innflutning hunda, Mark Watson, Hundavinafélagið og Hundaræktarfélagið, fyrstu hundasýningarnar á Íslandi og ýmislegt fleira og var haldinn 2. desember. Þriðji hlutinn fjallar um hundalifið í Reykjavík á árunum 1924-1988 Farið yfir sögu harðar baráttu hundaeigenda í Reykjavík á árunum 1969-1988, stofnun hundavinafélagsins, skrif í dagblöðin um hundahald – hitamál í borginni. Þekkir þú söguna um eitilharða baráttu þeirra sem börðust fyrir hundahaldi í borg? Ef ekki þá er tækifæri til að fræðast um það sunnudaginn 1. febrúar. Nánari upplýsingar gefur [email protected] Félagar í Dýraverndarsambandi Íslands sinna málefnum dýra á ýmsan hátt. Hægt er að fá inni í sal félagsins að Grensásvegi 12A til að vinna að eflingu þekkingar og velferðar dýra, gegn vægu verði. DÍS Comments are closed.
|