Nýtt starfsár er hafið hjá Dýraverndarsambandi Íslands. Ný stjórn hefur hist á stjórnarfundi og farið yfir þau málefni sem eru brýn og nauðsynlegt að félagið einbeiti sér að á þessu starfsári, þó málin séu þó mun fleiri. Um er að ræða hvalveiðar, blóðmerahald og búfjáreftirlitið í landinu sem hefur ekki reynst eins og ætti að vera. Stjórnarfundir verða á tveggja vikna fresti. Félagið hefur ekki starfsmann sem stendur og stjórnarmenn sinna starfi félagsins þar til annað verður ákveðið. Óskastaðan er þó að félagið hafi starfsmann, enda málefnið viðamikið og verkefnin mörg. Minnum á netfang félagsins, [email protected] Stjórn DÍS Comments are closed.
|