Bætt dýravelferð - Ný úttekt um stöðu og framtíð dýravelferðar á Íslandi verður kynnt á opnu málþingi í Öskju, Sturlugötu 7, 102 Rvk, þriðjudaginn 14. mars klukkan 17:00-19:00. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setur málþingið og síðan mun Ágúst Ólafur Ágústsson lögfræðingur og hagfræðingur kynna úttektina sem hann hefur unnið fyrir Dýraverndarsamband Íslands (DÍS). Þá verða pallborðsumræður með virkri þátttöku gesta í sal en í pallborði sitja auk skýrsluhöfundar fulltrúar matvælaráðuneytis, Matvælastofnunar og Dýraverndarsambands Íslands. Skráning hér. Bein útsending verður frá málþinginu, á eftirfarandi hlekk: https://eu01web.zoom.us/j/61580201568 Dagskrá Stjórnandi málþings er Sigursteinn R. Másson rithöfundur og fjölmiðlamaður. Kl 17:00 Opnunarávarp - Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra Kl 17:05 Ávarp - Linda Karen Gunnarsdóttir formaður DÍS Kl 17:10 Kynning - Ágúst Ólafur Ágústsson lögfræðingur og hagfræðingur kynnir niðurstöður skýrslunnar - Bætt dýravelferð Kl 17:30 Hlé Kl 17:35 Pallborð ræðir skýrsluna með áherslu á tillögur hennar og næstu skref
Mætum öll í Öskju þriðjudaginn 14. mars klukkan fimm og tökum þátt í að móta bætt eftirlit með dýravelferð á Íslandi! Dýraverndarsamband Íslands Comments are closed.
|