Samþykkt frá aðalfundi 2012:
Félagar í Dýraverndarsambandi Íslands geta nú skráð sig á sérstakan lista ef þeir vilja gefa öðrum félögum DÍS kost á samskiptum við sig. Það sem þarf til er að skráðir félagar sendi umboð sitt til slíkrar listaskráningar á tölvupóstfang okkar,[email protected] – en eftir staðfestingu á gildi, fer nafn félagans og aðrar tengiliðaupplýsingar um hann á listann. Þegar gildir félagar DÍS óska eftir aðgangi að listanum, fá þeir hann. Vegna persónuverndarsjónarmiða verður slíkur nafnalisti ekki birtur á heimasíðunni. Enginn félagi í DÍSverður skráður á listann, nema hann óski sérstaklega eftir því. Stjórn DÍS. Comments are closed.
|