Dýraverndarsamband Íslands hvetur fjáreigendur á landinu eindregið til að fá dýralækna til geldinga á hrútum en framkvæma ekki slíkar aðgerðir sjálfir. Gelding er gríðarlegt inngrip inn í líf og heilsu hrúta og slíkar sársaukafullar aðgerðir eiga eingöngu að vera í höndum dýralækna lögum samkvæmt. Geldingar eiga aldrei, undir neinum kringumstæðum, að vera framkvæmdar af ófaglærðum aðilum né án deyfingar og verkjastillandi lyfja. Stjórn Dýraverndarsambands Íslands --------------------------------------------------------- DÍS átti í samskiptum við Matvælastofnun vegna ábendingar um að að því miður viðgangist það enn að hrútar séu geltir án aðkomu dýralækna og að það sé jafnvel algengt. Þessi ábending um að bændur séu gelda hrúta hefur að hluta til verið staðfest af fagaðilum innan stéttar dýralækna með þeim orðum, “... við vitum hvert við förum í sveitinni til að gelda hrúta, en það eru ekki margir staðir...”. Í svari frá MAST segir jafnframt: ,,Þekkt er að einkum á þeim svæðum á landinu þar sem langt er í þjónustu næsta dýralæknis að bændur hafa verið að gelda sjálfir.''. Hér má finna fyrirspurn DÍS til MAST: Fyrirspurn vegna ólöglegra geldinga sauðfjárbænda á hrútum Hér má finna svör MAST: Svör við fyrirspurn DÍS vegna ólöglegra geldinga sauðfjárbænda á hrútum Stjórn DÍS Comments are closed.
|