DÍS fundaði nýverið annars vegar með Matvælaráðuneytinu og hins vegar Bændasamtökum Íslands um stöðuna í dýravelferðarmálum. Eins og fram hefur komið sendi DÍS fyrirspurn á Matvælastofnun (MAST) þann 8. nóvember varðandi dýr í neyð í Borgarbyggð. Þar sem svör MAST bárust fyrst þann 15. nóvember og um var að ræða dýr í neyð ákvað DÍS í millitiðinni, áður en bar til nokkurra frekari tíðinda í málinu, að leita samráðs við Matvælaráðuneyti og Bændasamtök Íslands. Fundirnir voru haldnir til að ræða þá stöðu sem upp er komin í málefnum dýravelferðar og leita leiða til lausnar. DÍS bindur vonir við úttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti MAST með velferð dýra. Sambandið er samhliða að vinna úttekt af reynslu af búfjáreftirliti MAST. Hægt er að senda ábendingar á [email protected]. Stjórn DÍS Comments are closed.
|