Dýraverndarsamband Íslands
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Dýraverndarinn
    • ENGLISH
  • Starfsemi DÍS
    • Umsagnir DÍS
    • Bætt dýravelferð - skýrsla
  • Þarftu aðstoð vegna dýrs?
  • Styðja félagið
    • Gerast félagi
    • Dýraverndarar
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Dýraverndarinn
    • ENGLISH
  • Starfsemi DÍS
    • Umsagnir DÍS
    • Bætt dýravelferð - skýrsla
  • Þarftu aðstoð vegna dýrs?
  • Styðja félagið
    • Gerast félagi
    • Dýraverndarar

Framboð til stjórnarsetu í DÍS 2013

18/4/2013

 
Tvö framboð til stjórnarsetu bárust fyrir tilskilinn frest fyrir aðalfund. Eitt til sætis fráfarandi meðstjórnanda sem átti eitt ár eftir af stjórnarsetu og eitt til sætis fráfarandi gjaldkera sem einnig átti eitt ár eftir í stjórnarsetu. Þessi framboð eru því til eins árs, en nánari upplýsingar um kjör til stjórnar má finna í lögum Dýraverndarsambandsins. 

Hér eru framboðin sem bárust. 

Framboðskynning – Anna Berg Samúelsdóttir

Ég undirrituð gef kost á mér til stjórnasetu sem meðstjórnandi í stjórn Dýraverndarsambands Íslands.

Ég hef víðtæka reynslu af flestum tegundum dýra og er mikill dýravinur. Ég nam búfræði við Hólaskóla ´89-91, náttúrutæknifræði við Dalum ´05-07, B.Sc í Náttúruvísindum við Landbúnaðarháksóla Íslands ´07-10 og er meistaranemi í landfræði við HÍ. Meistaraverkefnið mitt fjallar um skilning og gildi Íslendinga á hugtakinu velferð búfjár.

Ég er gift Stefáni Hrafnkelssyni og eigum við tvo drengi, Stefnir Ægir (19) og Styrmi Inga (17). Við erum búsett á Hvanneyri nýju Rammsarsvæði Íslendinga, friðland blesgæsarinnar.  

Mín helstu baráttumál er að: 1) bæta aðbúnað búfjárdýra, 2) gæta hófsemi og aðgátar við veiðar á villtum dýrum, 3) bæta almennt eftirlit með velferð gæludýra og þá sérstaklega þeirra dýra sem haldin eru á stórum ræktunarbúum og 4) auka fræðslu almennings á hófsaman og nærgætinn um raunstöðu dýra í landinu.  

Virðingarfyllst, 
Anna Berg Samúelsdóttir
Meistaranemi HÍ í landfræði

Framboð til stöðu gjaldkera Dýraverndarsambands Íslands

Nafn mitt er Róbert Helgason og gef ég kost á mér til að gegna stöðu gjaldkera fyrir Dýraverndarsamtökin. Ég hef reynslu af fjármálum og mun vanda til vinnu við utanumhald fjárreiða sambandsins, en er einnig dýravinur og er það meginástæða mín til að gefa kost á mér til þjónustu í stjórn DÍS. 

Virðingarfyllst,
Róbert Helgason.


Comments are closed.
DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS   |   GRENSÁSVEGI 8, 108 REYKJAVÍK  |  DYRAVERND@DYRAVERND.IS
Picture
Picture