Þann 19. maí sl. rann út frestur fyrir fullgilda félaga í DÍS að bjóða sig fram til stjórnarsetu í félaginu. Þau sæti sem kosið skal um á komandi aðalfundi þann 25.05 eru sæti formanns og tveggja meðstjórnenda, til tveggja ára. Eftirfarandi framboð bárust til stjórnarsetu í DÍS. Sitjandi stjórnarmenn gáfu á kost á sér að sitja áfram. Framboð í sæti formanns til tveggja ára Linda Karen Gunnarsdóttir Framboð í sæti meðstjórnanda til tveggja ára Anna Berg Samúelsdóttir Framboð í sæti meðstjórnanda til tveggja ára Liselotte Widing Þann 19. maí rann einnig út frestur fyrir fullgilda félaga að senda inn lagabreytingartillögur. Eftirfarandi lagabreytingartillögur bárust frá stjórn DÍS - sjá hér. Við hvetjum félaga til að mæta á aðalfundinn fimmtudaginn 25.05 kl 17 og hafa áhrif á störf DÍS. Stjórn DÍS Comments are closed.
|