+Síðasti aðalfundur var 29 maí 2018
Hlé hefur verið á aðalfundum vegna aðstæðna, að mestu sem tengjast covid. Aðalfundur Dýraverndarsambands Íslands fyrir árin 2019-2020-2021 verður sunnudaginn 7 ágúst 2022 kl. 15:00 í húsnæði félagsins að Grensásvegi 8 (gengið inn að aftan og farið upp á 4 hæð). Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf: 1. Fundur settur 2. Fundarstjóri og ritari tilnefndur 3. Kynning framboða til stjórnar 4. Ársskýrsla DÍS og verkefni næsta árs 5. Reikningar síðasta árs lagðir fram til samþykktar 6. Kosning stjórnar 7. Lagabreytingar 8. Félagsgjöld og nýjir félagar til samþykktar 9. Önnur mál Varðandi stjórnarkjör: Starfandi stjórn ætlar öll að hætta núna og gefur ekki kost á sér til starfa. Því er brýnt að framboð berist í öll stjórnarsæti fyrir aðalfundinn og sendast þau á tölvupóstfang félagsins [email protected] Við hvetjum fólk til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa en það er gaman og gefandi að vinna að málefnu dýra. Árlega er kosið um ritara gjaldkera og meðstjórnanda eða um formann, og tvo meðstjórnendur, alltaf til tveggja ára. Á síðasta aðalfundi voru kosningar um formann og meðstjórnendur til tveggja ára. Því gildir á þessum aðalfundi að kosið verður um gjaldkera, ritara og meðstjórnanda til tveggja ára en formann og tvo meðstjórnendur til eins árs. Á aðalfundi 2023 kemst jafnvægi á kosningar er kosið verður til formanns og tveggja meðstjórnenda til tveggja ára. Og svo koll af kolli. Um rétt til setu í stjórn vísast til laga félagsins, sjá nánar á heimasíðu. Aðeins þeir félagar sem voru félagar fyrir í DÍS fyrir aðalfundinn 2018 eða bornir upp til samþykktar á þeim fundi mega sækja aðalfundinn núna / gefa kost á sér til stjórnarstarfa. Reikningar fyrir félagsgjöldum verða sendir til fullgildra félaga fyrir mánaðarmót. Það fólk sem hefur sótt um aðild síðan 29. maí 2018 verður borið upp til samþykktar í lok aðalfundarins núna og eftir að það er samþykkt verður það fullgildir félagar og öðlast rétt til að koma á aðalfund á næsta ári sem og að bjóða sig fram á næsta ári og fá reikning fyrir félagsgjöldum á næsta ári. Ef þú telur þig vera fullgildan félaga í DÍS og hefur ekki fengið fundarboð með tölvupósti biðjum við þig að hafa samband við okkur á [email protected] svo hægt sé að uppfæra tengiliðaupplýsingar þínar. Einnig getur verið skynsamlegt að skoða í rusl hólf í tölvupóstum hjá sér. Framboð til stjórnar og tillögur að lagabreytingum þurfa að berast fyrir sunnudaginn 31. júlí næstkomandi og verður hvort tveggja kynnt á heimasíðu félagsins þriðjudaginn 2. ágúst. Þeir sem bjóða sig fram til stjórnarsetu sendi kynningartexta 100-200 orð til [email protected] ásamt framboði sínu, þ.e. í hvaða sæti er boðið fram og verður bæði kynnt á heimasíðunni. Allar upplýsingar varðandi fundinn og lög félagsins er að finna á heimasíðu félagsins www.dyravernd.is og á skrifstofu félagsins, en þér er hjartanlega velkomið að hafa samband og fá nánari upplýsingar. Síminn er 550 3044 Reykjavík, 24. júlí 2022 Stjórn DÍS Hallgerður Hauksdóttir formaður Guðfinna Kristinsdóttir gjaldkeri Benedikt Þór Axelsson ritari Sif Traustadóttir meðstjórnandi Ragnheiður Gunnarsdóttir meðstjórnandi Comments are closed.
|