Dýraverndarsamband Íslands
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Dýraverndarinn
  • Starfsemi DÍS
    • Umsagnir DÍS
    • Bætt dýravelferð - skýrsla
  • Þarftu aðstoð vegna dýrs?
  • Styðja félagið
    • Gerast félagi
    • Dýraverndarar
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Ársskýrslur og aðalfundir
    • Dýraverndarinn
  • Starfsemi DÍS
    • Umsagnir DÍS
    • Bætt dýravelferð - skýrsla
  • Þarftu aðstoð vegna dýrs?
  • Styðja félagið
    • Gerast félagi
    • Dýraverndarar

Bréf frá dýravini til hundaeftirlitsmanns í Reykjavík

10/1/2014

 
Pictureenginn hundur vill vera týndur!
Dýraverndarsambandi Íslands barst tölvupóstur sem lýsir vel þeim vanda sem dýravinir geta staðið frammi fyrir, en hann er frá stúlku/ungri konu í Reykjavík: 

,,Hæ. Ég var á leiðinni til að taka strætó við (hverfi í Reykjavík) í gær kl 15:45 þann 8.janúar þegar ég sá þennan rakka lausan, frekar horaðan, að merkja sér allt það svæði sem hann sá. Mér sýndist þetta vera Vizsla en frekar gamall því hann var farinn að grána í andlitinu, ALVEG ÓMERKTUR. 
Ég reyndi að ná honum til mín til að geta hálpað honum,en hann leit ekki á mig. Hann alveg hunsaði mig , en ég er mikil hundakerling svo ég kannast við flesta hundana í hverfinu en þennan hef ég aldrei séð áður. 

Ég gat ekki hugsað mér að skilja þetta litla grey eftir eitt, svo ég hringdi í lögregluna til að athuga hvort að hún gæti hjálpað mér, því ég hafði séð stundum auglýsingar af fundnum hundi á facebook síðu lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar ég var að hringja svaraði fyrst mjög skilningsrík kona sem gaf mér beint samband við lögreglu, en hann var ekkert til í að hjálpa og sagði mér bara að hringja í hundaeftirlitið og gaf mér upp símanúmerið þeirra. Ég hringdi þangað og maðurinn sem svaraði var dónalegur við mig og sagði mér að ég þyrfti að ná honum (hundinum) og vera með hann á föstum stað til að hann mundi gera eithvað í þessu. 

En á meðan ég var að reyna að fá hjálp, var hundurinn hlaupandi yfir götur og lenti næstum fyrir bílum en virtist ekkert hræddur. Ég ákvað að það væri ekkert vit og enginn hjálp í þessu kerfi, svo ég þyrfti að reyna að gera þetta sjálf. Ég fann hann aftur með hjálp mömmu og elti hann til að reyna að hjálpa honum sjálf. Svo það urðu langir tveir klukkutímar þar sem ég reyndi að gefa honum hundamat sem ég átti, vatn eða eitthvað og alltaf lét hann eins og hann sæi mig ekki. Að lokum hljóp hann í burtu. 

Ég veit ekki hvar hann er núna og er svo viss um að fólk haldi að ég sé alger vitleysingur að hafa verið að leita að hundi sem ég vissi ekki hver væri né hver ætti hann. En ég gat ekki labbað bara í burtu með það á samviskunni að ég hefði getað gert eitthvað en sleppt því.

Mér finnst leiðinlegt að vita að honum úti í kuldanum og vildi að ég gæti gert eithvað til að hjálpa honum, en í dag eftir skólann fór ég á einn stað sem hann var mikið á og setti hundamat á jörðina í von um að ef hann er í hverfinu geti ég þó séð það,að hann hafi alla vega étið eithvað. Ég veit að það gætu verið aðrir hundar sem éta matinn, en ég verð að halda í vonina. 

En það sem ég ætlaði mest að tala um var þetta svo kallaða hundaeftirlit sem neitaði að koma og hjálpa hundinum, það er ekkert hunda eftirlit. Ohhh ég er svo pirruð út í þá. 
Getur þú kannski reynt að gera eithvað í þessu hundaeftirliti. 
Því ef hann hefði keyrt af stað þegar ég hringdi og ég var labbandi um hverfið að fylgjast með hundinum, væri hann örugglega í hlýju núna. 
Því ég týndi ekki hundinum fyrr en tvem klukkutimum eftir símtalið. 

En ég vona að þú getið gert eitthvað."

Hérna lýkur bréfinu, en nafn stúlkunnar er ekki birt með. 
Vonandi er hundurinn núna kominn heim til sín. Við birtum bréfið í heild sinni hér vegna þess hversu sterkt það er í sjálfu sér og stúlkan lýsir best með eigin orðum því sem við var að etja. Það þekkja allir dýravinir þá tilfinningu að vilja hjálpa týndu dýri og tregðuna við það að skilja það eftir. Við erum raunar á þeirri skoðun að það séu fremur ,,vitleysingarnir" sem ekki gera neitt í slíkum aðstæðum, svo orðalag stúlkunnar sé notað beint, en þeir sem reyna að hjálpa dýrinu!

Við getum ekki annað en tekið undir orð stúlkunnar og óskað eftir því að Reykjavíkurborg endurskoði verklag við hundaeftirlit, ef það er rétt sem fram kemur að almenningur skuli sjálfur sjá um föngun, svo hægt sé að koma týndum eða villtum hundum til hjálpar. 

Við þökkum stúlkunni fyrir bréfið og vonum að sem flestir taki hana sér til fyrirmyndar.

DÍS



Comments are closed.
DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS   |   GRENSÁSVEGI 8, 108 REYKJAVÍK  |  DYRAVERND@DYRAVERND.IS
Picture
Picture