Dýraverndarsamband Íslands
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Aðalfundir & ársskýrslur
    • Saga DÍS
    • Dýraverndarinn
    • ENGLISH
  • Starfsemi DÍS
    • Ályktanir
    • Umsagnir
    • Dýraverndari ársins
    • Bætt dýravelferð - skýrsla
  • Þarftu aðstoð vegna dýrs?
  • Styðja DÍS
    • Gerast félagi
    • Dýraverndarar
  • Um félagið
    • Um DÍS
    • Stjórn DÍS
    • Lög DÍS
    • Aðalfundir & ársskýrslur
    • Saga DÍS
    • Dýraverndarinn
    • ENGLISH
  • Starfsemi DÍS
    • Ályktanir
    • Umsagnir
    • Dýraverndari ársins
    • Bætt dýravelferð - skýrsla
  • Þarftu aðstoð vegna dýrs?
  • Styðja DÍS
    • Gerast félagi
    • Dýraverndarar

Ályktun um sölu á foie gras kæfu á Íslandi

23/8/2015

 
PictureHeilbrigð gæsalifur til hægri og fitulifur til vinstri. Þetta er framleiðsla sem er algerlega andstæð dýravelferð. (mynd af alnetinu)


Á Íslandi hefur tíðkast að selja sem sælkeramat í verslunum og á veitingastöðum anda- og gæsalifrarkæfuna foie gras, sem framleidd er erlendis. Hefðbundin foie gras kæfa er framleidd með aðferð sem er andstæð dýravelferð og ljóst er að slík framleiðsla yrði ekki leyfð hér á landi. Fóður er þvingað með röri niður um háls fuglanna, með það að markmiði að framkalla ofvaxna lifur, svokallaða fitulifur.  Þetta er ill meðferð á dýrum hvernig sem á það er litið.

Við hvetjum ráðherra til að setja reglugerð um bann við innflutningi og sölu á dýraafurðum sem eru framleiddar í andstöðu við íslensk lög um velferð dýra (nr. 55/2013). Heimild er til þess í 25. gr. laganna, um dreifingu og merkingu dýraafurða.

Stjórn DÍS telur óásættanlegt að heimilt sé að selja hér á landi afurðir sem byggja á illri meðferð dýra og einnig vörur sem framleiddar eru með minni dýravelferð en leyfð er hér á landi.

Jafnframt hvetjum við neytendur til að sniðganga þessar vörur og benda söluaðilum á að þessi vara sé framleidd með óverjandi aðferðum. Við hvetjum einnig veitingahús og verslanir til að hætta sölu á foie gras.


Stjórn Dýraverndarsambands Íslands



Comments are closed.
DÝRAVERNDARSAMBAND ÍSLANDS   |   GRENSÁSVEGI 8, 108 REYKJAVÍK  |  DYRAVERND@DYRAVERND.IS