Aðalfundur DÍS verður haldinn þann 20. apríl 2013 kl.13.
Fundað verður í nýjum húsakynnum félagsins að Grensásvegi 12A (bakhús). Dagskrá fundar: 1. Kynning framboða til stjórnar 2. Ársskýrsla 3. Tillögur um verkefni næsta árs og stefnumótun DÍS 4. Endurskoðun reikninga og skýrsla gjaldkera 5. Félagsgjöld 6. Lagabreytingar 7. Kosning stjórnar 8. Önnur mál Framboð Ef menn hyggjast bjóða sig fram til stjórnarsetu þarf framboð að hafa borist til félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Síðasti skiladagur framboðs er 13.apríl kl. 24.00. Framboð sendist til [email protected]. Stjórn DÍS er skipuð sex mönnum. Til stjórnar er kosið til tveggja ára í senn og þá annað árið formaður, gjaldkeri og einn meðstjórnandi, en hitt árið ritari og tveir meðstjórnendur. Í fyrra voru kosin til tveggja ára formaður Sif Traustadóttir, gjaldkeri Margét Björk Sigurðardóttir og meðstjórnandi Íris Lilja Ragnarsdóttir. Á aðalfundinum þarf að kjósa um eftirfarandi stöður innan stjórnar: · Ritari - starfandi ritari, Hallgerður Hauksdóttir gefur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. · Tveir meðstjórnendur til tveggja ára – starfandi meðstjórnendur þau Sigursteinn Másson og Klara Helgadóttir gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Lausar stöður í stjórn: · Gjaldkeri til eins árs – starfandi gjaldkeri Margrét Björk hættir í stjórn. · Meðstjórnandi til eins árs – starfandi meðstjórnandi Íris Lija Ragnarsdóttir hættir í stjórn. Mótframboð og framboð í ofangreindar stöður skulu berast til [email protected] fyrir 13.apríl kl. 24.00. Hámark 120 orð ásamt mynd. Öll framboð verða kynnt á heimasíðu félagsins. Tillögur til lagabreytinga 3. gr. A liður, í stað orðalagsins „Dýraverndarráð ….. nr. 15/1994” komi orðalagið “Dýravelferðarráð …… nr. 283/2013” 4. gr. Tillaga að fella brott 3 setningu 1.mgr. og í staðin komi eftir farandi tvær setninga: „Félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins. Rétt til að greiða atkvæði á fundum félagsins og kjörgengi í stjórn og nefndir hafa einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld“. Tillaga að bæta við 3.mgr., 4.gr. er svo hljóðandi: „Félagsmönnum ber að virða lög félagsins, fundarsköp, fundarsamþykktir og ákvarðanir stjórnar. Félagsmönnum er óheimilt að tjá sig á opinberum vettvangi í nafni félagsins nema með samþykki stjórnar“. 7.gr. Tillaga að bæta inn í aðra setningu málsgreinar. Núverandi setning er svo hljóðandi: „Stjórn getur ráðið framkvæmdarstjóra sambandsins til að sjá um daglega umsýslu þess”. Tillaga að nýrri setningu: „Stjórn getur ráðið framkvæmdarstjóra og/eða starfsmann til að sjá um daglega umsýslu sambandsins”. Tillaga er um að taka út þriðju setningu málsgreinar: „Framkvæmdarstjóri gegnir því einnig hlutverki vefstjóra”. 8.gr. Tillaga að þessi grein falli brott. 10 gr. 1.mgr. Tillaga í stað eftirfarandi: „Til hans skal boða með a.m.k. 10 daga fyrirvara”. Verði:”Til hans skal boða með minnst 14 daga fyrirvara”. 10 gr. 3. mgr. Tillaga í stað eftirfarandi: „Tillögur um lagabreytingar skulu kynntar eigi síðar en með aðalfundarboði”. Verði: „Tillögur um lagabreytingar skulu sendar stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund og kynntar félagsmönnum a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund” 11. gr. Tillaga að bæta við eina setningu í 2. mgr.: „Framboð til stjórnarsetu skal berast stjórn a.m.k. viku fyrir boðaðan aðalfund og kynntar félagsmönnum a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund”. Núgildandi lög má finna á heimasíðu félagsins, www.dyravernd.is Einungis fullgildir félagsmenn fá atkvæðaseðla. Hægt er að greiða félagsgjald á fundinum. Bestu kveðjur, Stjórn Dýraverndarsambands Íslands, DÍS Comments are closed.
|